Skírnir - 01.01.1946, Síða 39
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og' Smalastúlkan
37
anna þar í bréfum hans til Steingríms,59) sem verið hafa
leiðarvísir vor um skammvinnt æviskeið Sigurðar. Það er
víst heldur ekki ofmælt, að þá eignaðist Sigurður þann
lærisvein, sem dugði honum bezt.
VIII.
Grandvör og velviljuð húsmóðir skagfirzka skólapilts-
ins varaði hann við því að umgangast Sigurð málara, „af
því að hann talaði svo ljótt“. En skólapilturinn varð ekki
var við, að listamaðurinn talaði neitt ljótt, þegar hann
talaði um áhugamál sín.'10) Og það, sem þeir töluðu sam-
an um, Sigurður og Indriði, voru leikrit Shakespeares,
fornsögurnar og þjóðsögurnar. „Hann vildi gjöra mig að
leikritahöfundi,“ segir Indriði í endurminningum sínum.
„Sigurður vildi endilega láta mig taka fyrir einhverja
fornsöguna og fékk mig svo langt, að ég tveimur árum
seinna reyndi til við Gísla sögu Súrssonar.“ C1)
Söguleikritið varð ekki prófraun Indriða. Eldvígsla
hans fór fram í Langalofti Latínuskólans 28. des. 1871,
þegar ,,Nýársnóttin“ var sýnd í fyrsta sinn. Auk Sigurð-
ar var Jón Árnason vígsluvottur, því að efnið var tekið
úr þjóðsögunum. Snilldarlega segir Indriði frá þéssari at-
höfn í endurminningum sínum, Séð og lifað. Sjálfur lék
hann aðalkvenhlutverkið, Guðrúnu, og var hvað eftir ann-
að að því kominn að láta hugfallast, hann hélt, að „orust-
an væri töpuð“, en Sigurður stappaði í hann stálinu. Þeg-
ar svo tjaldið féll í síðasta sinn um kvöldið, stóðu þeir
uppi á leiksviðinu og hlustuðu á klappið. „Það var glatt,
fjörugt og hjartanlegt. Sigurður málari stóð hjá mér
og sagði: „Iðrastu nú eftir, að þú hættir ekki við að
leika?“ “02) Indriði iðraðist ekki og aldrei síðan, að hann
gekk leiklistinni á hönd.
En Sigurður Guðmundsson átti meiri þátt í sýningunni
á „Nýársnóttinni“ en þann einn, að útbúa tjöld og útlit
leikenda. Indriði hafði sjónleikinn í raun og veru lengi í
smíðum. Á föstudaginn langa 1869 samdi hann álfadans-