Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 40
38
Lárus Sigurbjörnsson
Skírni)'
inn, „hafði varla undan að skrifa“, þegar andinn kom yfir
hann, en hann lauk ekki við leikritið fyrr en 1870 eða
haustið 1871.'i3) Fyrir því finnast nú gögn, að Sigurður
Guðmundsson hefur gert athugasemdir við leikritið, og
hefur Indriði tekið sumar til greina, en aðrar ekki. Er
gaman að veita því athygli, að þegar Indriði endursemur
„Nýársnóttina" löngu síðar, þá er öllum athugasemdum
Sigurðar haldið til haga.U4)
Þegar svo er komið, að Sigurður þóttist loks hafa fundið
sálufélaga, ungan mann, sem fannst leiklistin „mest í heimi"
og sannaði það með því að skrifa þrjú leikrit, „Erkibisk-
upsvalið“,lir') „Nýársnóttina" og ,,Hellismenn“, og fitjaði
upp á því fjórða, „Dansinum í Hruna“, áður en hann var
brautskráður úr skóla, þá er eins og Sigurði hafi þótt mál
til komið að leggja sjálfur eitthvað til málanna. Sama vetur-
inn og Indriði skrifar „Hellismenn", sezt hann við að skrifa
leikritið „Smalastúlkuna". Þeim hleypur kapp í kinn,
meistaranum og lærisveininum. Þeir taka báðir fyrir úti-
legumannasögur, og það fer líkt og í þjóðsögunni: læri-
sveinninn verður meistaranum snjallari. „Hellismenn"
voru sýndir veturinn 1873-74, en „Smalastúlkan" fór í
handraðann á kofforti Sigurðar. Þegar svo Sigurður mál-
aði leiktjöldin í „Hellismennina", lagði hann sig allan
fram, eins og leiksviðsteikningar hans sýna. Hann var
þaulkunnugur efninu, og það var honum hugleikið. En
þetta varð síðasta verk hans. Þegar hann var að mála
tjöldin, tók hann ofkælingu, sem leiddi hann til bana.
IX.
Sjónleikurinn „Smalastúlkan" er í fimm þáttum. Hann
fer fram á 18 árum, 1537-55, fyrst á Kirkjubæ á Síðu og
Hörgslandi, síðan á takmörkum Árness- og Kjalarness-
þings, ýmist uppi á fjöllum eða niðri í byggð. Persónur
leiksins eru 23 talsins, auk vopnaðra bænda og sveita-
manna, 10—18 alls. Framan við hvern þátt er einkunnar-
orð eða ,,motto“, og framan við sjálfan leikinn er þetta: