Skírnir - 01.01.1946, Page 42
40
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
segir hann: „Allur þessi þinn aðskilnaður á dyggðum og
hæfilegleikum karla og kvenna hlýtur að vera aðeins rang-
ur hugarburður. — Það sætir undrum að menn skuli allt-
af vera að reyna að toga það í sundur, sem er svo náskylt,
því konan er þó jafnnáskyld karlmanninum og karlmað-
urinn konunni bæði líkamlega og andlega.“(i7) Meðan
þessu fer fram, er Guðmundur bóndi og lögréttumaður
á Ölfusvatni að búa fólk sitt í sel (3. atriði). Helga dóttir
hans, kornung og saklaus stúlka, fær að fara með fólkinu.
Jón Gudduson kemur í selið og snýr sér beint til áhorf-
enda:
Jón Gudduson: Hér er ég' þá kominn. Hver vill sjá hann Jón Guddu-
son, sigldan manninn í sparifötunum — á leiðinni — til hvurs?
Getið þið nú. Einmitt til að biðja sér stúlku. Ha ha. Stúlkur,
ekki vænti ég ukkur þóknist að líta á mig? Þið segið máske:
Svei þér, þú ert svo gamall o. s. fr.
Margrét selsstúlka kemur sömu erinda og Jón, að kynna
sig áhorfendum. Hún vill óð og uppvæg eiga Jón, en Jón
vill hana ekki, heldur Helgu, og er þetta nógu skemmti-
leg parabasis eða innskot. Þættinum lýkur með því, að
Guðmundur, faðir Helgu, varar hana við flögurum eins
og Jóni, sem var raunar alveg óþarft, því sú litla beit dug-
lega frá sér í viðskiptunum við Jón.C8)
1 þriðja þætti eru útilegumennirnir orðnir hræddir um
Grím. Hann hefur villzt frá þeim í þoku, og fara þeir að
leita hans. En það er af Grími að segja, að hann rekst á
Helgu inni í Maradal, og hefur hún þá líka villzt í kinda-
leit. Fyrst ætlar hann að drepa hana, en hún verður of-
boðslega hrædd og hnígur niður. Sér hann aumur á henni,
og hefst nú hið undarlegasta samtal, því að Grímur held-
ur, að hún sé piltur, nokkuð yngri en hann sjálfur. Er
þetta að öllu samanlögðu skemmtilegasta atriði leiksins,
með léttum og hugnæmum blæ, en helzt til langdregið
(2. atriði). Þegar Helga getur loksins sannfært Grím um
það, að hún sé ekki piltur, heldur stúlka, er úti um töfr-
ana, hann flýr.