Skírnir - 01.01.1946, Page 43
Skírnii'
Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan
41
Grímur: Ó, fagri, indæli djöfull, ég finn eitthvert töfraafl, sem ég
hef aldrei áður þekkt né fundið til, sem dregur mig að þér, og
það svo, að ég verð að taka á öllu afli mínu til að geta rifið
mig frá þér, það er einmitt einkennið. (Hleypur burt á snið við
Helgu.)
Helga:------- — 0, ég bjáni, sem gaf honum enga von um að mega
vera vin minn; en ég sé hann liklega aldrei framar — aumingja
drengurinn, ég vildi ég gæti leiðrétt hann og bjargað honum
úr þessari villu, þó það kostaði mig töluvert, ja, ég veit ekkí
hvað. (Fer. Stofutjald fellur niður fyrir framan fyrri tjöldin
og skýlir þeim.)
Guðmundi eru færðar fréttir heim á Ölfusvatn, að sézt
hafi til útilegumanna. Hellirinn. Grímur kemur til úti-
legumannanna, segir sínar farir ekki sléttar. Selið. Manga
býsnast yfir því, að ,,hann Jón skyldi fara svona alveg til-
finningalaus fram hjá selinu, þegar hann rak tryppin í
gær. Hann gat þó vitað, maðurinn, að hér mundi vera eitt-
hvað kvikt fyrir“. IJelga les í lófa hennar. Þoka. Grímur
ráfar um fjöllin í eirðarleysi. Leitarmenn, sem Guðmund-
ur bóndi hefur sent, rekast á hann. Þeir sækja þrír að
Grími og særa hann, en flýja, þegar þeir verða varir við
fleiri útilegumenn. Tjaldið fellur.
Jón Gudduson var í bardaganum, en læðist nú að Grími,
sem liggur í blóði sínu, og ætlar að vinna á honum. Helga
verður fyrri til, finnur Grím og þvær sár hans, en Jón
stendur á hleri og verður áskynja um bæli útilegumanna
af samtali þeirra Gríms og Helgu. Þau mælast til vináttu.
Viðbúnaður útilegumanna á aðra hönd, en sveitamanna
á hina, tvö leikatriði. „Scena upp á fjöllum, nálægt Jóru-
kleif eða Þóruhelli. Helga ein.“C9)
Helga (einsömul með keyri og vettlinga) : Hér veltur á tvennu. —
Hvað er ég nú? Ég er ekki leng'ur ég sjálf. — Ég er sú aumasta
stúlka, sem fæðzt hefur og þó um leið sú ríkasta — sæl, hvernig
sem allt fer, rík og sæl, ó, sæli harmur og ríka fátækt. — Fái
ég hann fyrir ástvin, er ég sú sælasta á jörðinni, en fái ég hann
ekki, þá er ég- líka sæl, því ég hef bjargað lífi hans og' líka leitt
hann af afveg á réttan veg. O. s. fr.
Jón kemur í selið.