Skírnir - 01.01.1946, Síða 44
42
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
Jón (kallar niðri) : Er engin lifandi sál heima?
Manga (hleypur ofan stigann) : O, komdu nú sæll, elskan mín.
(Kyssir hann.) Þú ert heldur en ekki orðinn stór upp á þig í
seinni tíð; ég man þó þann tima, að þér þótti g-aman að koma
í sel og finna okkur kvenfólkið í okkar almætti og dýrð.
Jón: Mér þykir það enn, en ég' hindraðist frá því af öðru.
Manga: Eg hugsaði samt ekki, að þú mundir fara svona alveg til-
finningalaus fram hjá í tvö skipti.
Jón: Mér þykir alltaf gaman að heyra ykkar selkonuhjal. Þess
vegna kom ég' lika núna að hressa mig' ögn upp hjá ykkur. Er
hún Helga heima?
Manga: Er hún Helga heima? Nei, ekkí, það lá að. 0. s. fr.
Möngu tekst að tosa Jóni upp á skörina til sín, en þá
þarf byggðarmaður að rekast þangað til að sækja Jón í
aðförina að útilegumönnunum. Kvenfólkið verður eftir,
og Manga atyrðir Helgu fyrir það, hve hún er frökk og
berorð og kann ekki að tala um hlutina undir rós.70) Guð-
mundur sækir dóttur sína í selið. Á meðan hafa byggðar-
menn handsamað alla útilegumennina. Jón hefur særzt í
bardaganum og flýr til Möngu, en má ekki sitja fyrir sár-
inu. Sveitamenn gera Guðmundi lögréttumanni grein fyr-
ir handtöku útilegumannanna, en Guðmundur bóndi er
mannúðlegur, þó hann fái ekki rönd við reist.
Guðmundur (einn): Ekki gengur nú lítið á. Aumingja mennirnir,
það eru sannarlega hörmulegir tímar, sem maður lifir á. Trúin
er ringluð, og lögin þau kreista járnviðjar að öllu eðlilegu
frelsi manna, og það mest þar, sem sárast er og sízt skyldi. —
Ég held, að endirinn verði sá, að það hálfa af landslýðnum verði
að flýja upp á fjöll og öræfi eða þá af landi hurt. — Danir
ræna oss og halla okkar forna landsrétti með öllu móti, svo að
lyktum verður tvísýnt, hver sekastur er í réttum skilningi:
Kóngurinn, lög'gjafarnir eða sá seki, sem jafnaðarlega er svo
kallaður. O. s. fr.
Fangarnir hafast við í þinghúsi á Ölfusvatni. Manga
og Helga færa þeim hangikjöt og öl. IJelga fær aðsvif,
þegar hún þekkir Grím aftur. En fangarnir eru hinir
hressilegustu, halda hrókaræður um höfðingja landsins
og drekka minni kirkju og kóngs, þeirra. sem með einka-