Skírnir - 01.01.1946, Page 45
Skírnii'
Sigurður Guðnvundsson og Smalastúlkan
43
leyfi hnefaréttarins hafa rænt heil þjóðlönd og „heilar
þjóðir eignum, frelsi, trú og lífinu með, já, og þykjast
þar á ofan jafnvel hafa hönd í bagga með sálinni“ í þátt-
arlokin hefur höf. samt fundið ástæðu til að skrifa þessa
athugasemd: ,,Þykir of gróft, en satt.“
Fimmti þáttur er um yfirheyrslur og sættir. Helga bið-
ur vel fyrir útilegumönnunum, einkum Grími, en þeir verja
sig þolanlega fyrir lögmannsrétti Eggerts Hannessonar
á Nesi við Seltjörn. Sakir verða á endanum litlar og þeir
sleppa við gálgann. „Svo lengi lærir sem lifir,“ segir úti-
legumaðurinn Eldjárn
(Eldjárn:)----og' enginn veit, hvað verða kann. Sizt hugsaði ég',
að ást mundi þannig verða okkur öllum til heilla, eins og á
horfðist. Eg sé nú, þó seint sé, að það er bezt fyrir alla að tala
varlega í þeim sökum, því hvort heldur með eða mót, enginn er
svo styrkur, að honum sé ráðlegt að hælast um við ástina, því
hann veit ekki, hvenær henni er að mæta, hvar eða hvernig.
Hún er oft óboðinn gestur, sem kemur eins og þjófur á nóttu.
Allii' skyldu því varlega þakka sjálfum sér, hafi þeir ekki særzt
af henni, og eins hið gagnstæða. Og eins vil ég' héðan af ráða
öllum frá að reyna að ætla sér að verja aðra íyrir henni með
brellum eða stjórna ástum þeirra, því þótt náttúran sé lamin
með lurk, hún leitar heim eða
Naturam expellas furca, tamen usque recurret.
Finis.
X.
Póstskipið Diana lagðist á Reykjavíkurhöfn 27. ágúst.
1874.
Með skipinu var bréf til Sigurðar Guðmundssonar mál-
ara, sem lá fyrir dauðanum í Davíðshúsi. Það var dagsett
í Kaupmannahöfn 15. ágúst.70)
Indriði Einarsson vill fá að vita, „hvort leikið verður
nokkuð. Þeir gera víst lítið annað en að leggja út, Matt-
hías og Steingrímur, svo þeir létta þeim varla byrðina,
sem vilja bera á herðum sér nationala scenu á íslandi eins
og þú.“
Fölt bros hefur færzt yfir varir listamannsins.