Skírnir - 01.01.1946, Side 46
44
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
En Matthías Jochumsson, fyrsti lærisveinninn, reikull
í trúnni á mátt leiklistarinnar, en sterkur í sinni guðstrú,
var einnig hjá honum í banalegunni.
Hann skjalfesti það í neðanmálsgreinunum í kunningja-
bréfum til síra Jóns Bjarnasonar, að atburðurinn í Davíðs-
húsi hafði djúp áhrif á hann, miklu dýpri en lesið verður
út úr erfiljóðunum, sem hann orti eftir Sigurð. Steingrím-
ur náði betur djúpu og fínu tónunum, segir Matthías í
Söguköflum, og hann bendir einmitt á erfiljóð þeirra
beggja eftir Sigurð málara þessu til sönnunar. En athuga-
semdin í Söguköflum sannar í rauninni ekkert annað en
það, að Matthías var óánægður með erfiljóð sín eftir Sig-
urð dauðan. Ekkert skáld íslenzkt, og Steingrímur þá ekki
heldur, gat náð dýpri tónum en Matthías, þegar hann orti
um hluti, sem hann sá. Um vorið sá hann börnin frá
Hvammkoti á líkbörunum. Þá yrkir hann merkilegt kvæði.
Orgeltónverk í ljóðum.
Dauðinn er lækur, en lífið er strá,
skjálfandi starir það straumfallið á.
Hálfhrætt og hálffegið hlustar það til,
dynur undir bakkanum draumfagurt spil.
Og hann gekk í Davíðshús, og hann sá Sigurð málara
á banabeði. Þá er honum ekki efst í huga samlíkingin við
njólann, sem fellir fræ á freðna mold, eins og í erfiljóð-
inu. Nei, hann sér og annarleg stef sækja á:
Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð.
Hver er sá, sem stynur þar á beð?
í næsta mánuði, október 1874, voru 200 ár liðin frá and-
látsdegi annars manns, „og mundi enginn eftir honum“,
segir Matthías. Vel má vera, að Matthías hefði heldur ekki
munað daginn, og vér verið fátækari um merkilegt kvæði,
ef andlát Sigurðar málara hefði ekki borið að snemma í
september. En nú yrkir Matthías: