Skírnir - 01.01.1946, Side 49
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan
47
(Sjá Lbs. 1630, 4to, 230, 8vo, 565, 8vo, J.S. 398, 4to, o. v.)
Prentað var kvæðið ekki fyrr en í Almanaki hins íslenzka Þjóð-
vinafélags 1924 (eftir Lbs. 565, 8vo). Þar segir svo:
Dónum skipað dáðlaust þing
danska hyllir svívirðing;
eigingirni ærir þá
allri sjón og viti frá.
Og enn:
Allir dagar eiga kvöld,
eins um Dana fer nú völd;
þeirra hraka-heimsku stjórn
helvítis mun kjörin fórn.
9) Sjónleikurinn ,,Smalastúlkan“ hefur til þessa verið flestum
ókunnur. Þeir, sem vissu, að hann var til i fórum Sigurðar lát-
ins, töldu hann ófullgerðan, enda er handritið afar óaðgengi-
legt, meginmálið með einlægum innskotum á lausum sneplum
og mýmargar útstrikanir. Indriði Einarsson þekkti leikritið
mjög vel og minnist hann ekki á, að leikritið sé ófullgert.
Fyrir sérstaka góðvild Matthíasar Þórðarsonar þjóðminja-
varðar hafði ég handritið til meðferðar alllangan tíma í fyrra,
og tókst mér þá að gera uppskrift af því. Komst ég að þeirri
niðurstöðu, að mjög litið vantaði á, að leikritið mætti heita
fullgert. Það má una við leiklausnir eins og þær eru, en helzt
er þó þar ábótavant. Eins hefur höfundurinn vafalaust ætlað
að laga í hendi sér sitthvað smávægilegt, hann fær svar upp
á fyrirspurn um búninga Benedikts-munka frá Jóni A. Hjalta-
lin í Edinborg i febr. 1874, og lýtur þetta að útbúningi í leikn-
um, svo að hann hefur verið með leikinn i huga allt fram í
andlátið. Leikritið kom upp úr rauðu kofforti, sem Sigurður
hafði átt og í voru handrit hans, sendibréf og fjöldi teikninga,
en koffortið hafði verið sent norður í Grímsey, en þaðan til
bróðursonar Sigurðar, Hallgríms bókbindara Péturssonar á
Akureyri, en er nú komið í Þjóðminjasafnið.
10) Ljóðmæli eftir Kristján Jónsson, 3. útg. Rvík 1911. Formáli
Jóns Olafssonar, bls. XXII.
11) Til er bréf frá Steinunni Pétursdóttur til sonar sins, dags.
11. sept. 1870. Þar segir hún: ,,Ég er við líka heilsu, hefi allt-
af fótaför og kem út daglega eftir það kann, en bæði er sjónin
lítil og kraftarnir lika. Svo á ég bágt með að bera kroppinn.
Varla get ég annað gjört en haldið á prjónum mér til skemmt-
unar, sem mér hefði forðum þótt miða seint áfrarn. Ég er nú
líka á 9. ári yfir 70, og því er náttúrlegt, að kvölda taki, þegar
svo er langt komið lífsdeginum. Nú sendi ég þér 2 pör sokka,
eins og vant er, sem ég bið þig að forláta."