Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 52
50
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
lögur Sigurðar um skemmtanir á sumrin. Hann segir: (1) er
að leggja vegi í allar áttir út frá bænurn, velja síðan (2) hent-
uga staði og fallega, þar sem auðið er, og byggja þar lítil veit-
ingahús fyrir þá, sem ríða þangað, prýða svo þar og planta
skógarrunna etc. (3) Stofna vagna-félög; þegar vegir eru
komnir, einkum upp að Lækjarbotnum. (Það kostar bráðum
lítið.) (4) Planta skóga hér nærri, að menn geti gengið héðan
þangað til að hreyfa sig og skemmta sér — eða stofna smá-
fuglafélög, eins og Svíar gerðu. (5) Sigla sér til skemmtunar
upp á Kjalarnes og inn í Hvalíjörð. Stofna lystibátafélög.
(Það er ósómi, að það vantar hér, vilji menn heita menn.)
(6) Gera í félagi ferðir lengra burt (að sumu vísindalegar),
velja og leita að fallegum stöðum til að heimsækja, t. d. Geys-
ir, Þingvöllur, Reykir, Surtshellir, Hvalfjörður, Laugardalur-
inn, Hvítársíða etc. (7) Veðreiðar (á Melunum). (8) Sund-
leikar (og sunddokkir) með sundkennslu fyrir karla og konur.
Hér er ekki rúm til að gera skil ýmsum tillögum Sigurðar
í bæjar- og framfaramálefnum, en til áréttingar því, sem sagt
hefur verið um hugmyndir hans, má þessu við bæta: Minnis-
varði Ingólfs á Arnarhóli. Erindi flutt í Kvöldfélaginu (Leik-
félagi andans) 30. jan. 1863. Uppdráttur af hólnum eins og
Sigurður hugsar sér hann með merki Ingólfs er til, og í dag-
bók sína fyrir árið 1864 hefur hann rissað upp mynd af stytt-
unni. Er það víkingur með logandi blys í hendi, og hefur sýni-
lega átt að vera hafnarviti fyrir Reykjavík. — Skólavarðan.
Sigurður réð að mestu gerð hennar, þegar hún var endurreist,
og hefur hann hugsað sér, að hún gæti orðið „bezta byrjun
til stórkostlegrar byggingar og jafnvel fyrir Alþingishúsið
stóra — í öllu falli verða þar (á Skólavörðuhæð) reistar stærri
byggingar með tímanum“ (Fundabók Kvöldfélagsins 1869). —
Tjömin og skipulag bæjarins. 27. okt. 1871 leggur Sigurður
til á fundi í Kvöldfélaginu, að Reykjavíkurtjörn verði dýpkuð
og hlaðnir upp bakkarnir, en helzt að henni verði breytt í höfn,
en byggingar á eiðinu milli Tjarnar og sjávar færðar í betra
horf. Þetta er í samræmi við skipulagsuppdrætti af Reykjavík,
sem hann gerir 1871 eða snemma árs 1872, og sýna þeir, að
hann hefur hugsað sér allar stórbyggingar bæjarins á hæðun-
um umhverfis Tjörnina, en íbúðarhúsahverfi með skrautgörð-
um á Melunum allt suður undir Skerjafjörð. — Um veitinga-
hús og sæluhús fyrir ferðamenn talar hann i Kvöldfélaginu
26. jan. 1872, en teikning af sæluhúsi á Kolviðarhóli er á
sneplum, sem fylgja leikritinu ,,Smalastúlkan“. — Lítið eitt
um vatnsástandið hér í bænum heitir grein, sem hann hefur
skrifað 1868, en var ekki birt. Þar er stungið upp á vatnsveitu