Skírnir - 01.01.1946, Side 53
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og Smalastálkan
51
til bæjarins. Til að sýna, hve vandlega Sigurður undirbjó hug-
myndir sinar, er þetta úr greininni: Pyrst lýsir hann vatnsból-
um og vatnsburði í bænum og reiknar út, hvað vatnsþörfin sé
mikil. Af 387 fjölskyldum í bænum þurfa 220 að greiða fyrir
vatnsburð í peningum samtals 5018 rd. 72 sk., en með öllum
aukakostnaði 10037 rd. 48 sk. Hann telur, að bær með 2000
íbúum þurfi 4000 ten.fet af vatni á sólarhringi, en Reykjavík
komist af með 2000 ten.fet, þar sem ekki þurfi vatn til götu-
þvotta. Þetta vatnsmagn má fá úr einni góðri uppsprettu. Með
aðrennslispípu 1" í þvermál og 3 feta vatnsþrýstingi má fá
5125 ten.fet á sólarhring. Vatnið vill hann láta taka í Kring'lu-
mýrinni, úr Grænadýi og öðrum dýjum, sem þar séu i 130 feta
hæð yfir sjávarmál. Með því að hlaða 10 feta háan garð og
safna vatninu á einn stað innan garðsins, verður vatnsyfir-
borðið hærra en Skólavörðuhæð, sem er 136 fet yfir sjávar-
mál. Þangað vill hann nú leiða vatnið í niðurgröfnum stokk
og safna því i vatnsgeymi, sem sé að mestu graíinn í jörð, en
úr þessum geymi má leiða vatnið inn í hvert einasta hús í bæn-
um. Kostnaður við verkið reiknast honum 1549 rd. 12 sk.,
vatnið komið í brunninn á Skólavörðuhæð, og er það ekki
nema brot af árlegum kostnaði við vatnsburðinn. — I vasa-
bókinni frá 1868 eru uppdrættir eftir mælingum af Kringlu-
mýri, vatnsþró og leiðslu á Skólavörðuhæð. Þar eru lika teikn-
ingar af gosbrunnum, sem áttu að prýða bæinn.
36) Þjóðólfur 10. jan. 1861.
37) Þegar Sigurður bendir á þjóðsagnasafn Jóns Arnasonar (kom
út 1862-64), og telur það vera uppsprettulind fyrir þjóðlega
leikritun, þá minnir þetta á bókmenntavakninguna írsku í lok
aldarinnar, en hún var nátengd irska leikhúsinu í Dublin.
Skáldið Yeats, forystumaður Abbey-leikhússins, viðurkenndi,
að þjóðsagnasöfn Standiss James O’Grady’s, sem út komu
1878 og 1880 (um Cuchulain og Finn) hafi í rauninni verið
sá grundvöllur, sem öll hreyfingin byggði á. Sjá: Cornelius
Weygandt: Irish Players and Playwrights. N.-Y. 1913, bls. 139.
38) Hitt leikritið, sem „búið er“, var Macbeth, sem Matthías þýddi.
Um Shakespeare-þýðingarnai' hefur Stefán Einarsson ritað
skemmtilega i Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga XIX.—XX.
ár: Shakespeare á íslandi.
39) Matthias Jochumsson: Sögukaflar af sjálfum mér. Rvík 1922.
Bls. 145 og 159.
40) Bréf Matth. Joch. til Stgr. Thost. 17. marz 1862, bls. 6.
41) Þjóðólfur 28. febr. 1862.
42) Indriði Einarsson: Séð og lifað, bls. 116. Eiríkur Briem segir
i „Endurminningum um Matthias Jochumsson, frá skólaárum
4*