Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 54
52
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
hans“ (Eimreiðin 1921, bls. 14), að leiktjöldin voru máluð
samhliða því, að leikurinn var saminn.
43) Draumur Skuggasveins. Fellur inn í 4. atriði 3. þáttar „Úti-
legumannanna“. Handritið er með hendi Sigurðar Guðmunds-
sonar í safni hans. Prentað i heild annars staðar í Skírni. I
„Sýnisbók íslenzkra bókmennta á 19. öld“ (K.höfn 1891) tek-
ur Bogi Melsted atriðið eins og Matthías hefur það.
44) Bréf Matth. Joch. til Steingr. Thorst., dags. 17. marz 1867,
bls. 7. Víða í skrifum Sigurðar finnast glefsur úr leikritum
Shakespeares á miðum, hripaðar niður á sænsku eftir þýðingu
Hagbergs.
45) Sérprentun Þjóðólfs 1888, bls. 34.
46) Hið íslenzka bókmenntafélag gaf út 1868 og 1874.
47) Matthías Þórðarson: Bréfaskipti Jóns Sigurðssonar forseta og
Sigurðar Guðmundssonar málai'a. Arbók Hins íslenzka forn-
leifafélags 1929.
48) Bréf til Steingríms dags. 14. okt. 1871. Nokkru seinna flögrar
það að Sigurði að biðja um fátækrastyrk. Aftan á einni leik-
sviðsteikningu í „Smalastúlkunni" eru tvær línur úr styrk-
beiðninni, sem ekki hefur verið send: ,,---leyfi ég mér að
beiðast þess, að fátækrastjórn-----bæjar veiti mér svo sem
12 rd. styrk með------.“
49) Þorvaldur Thoroddsen: Minningabók, bls. 100. Ennfremur:
Séð og lifað, bls. 112 og 115. — í bréfi til Sigurðar málara í
des. 1872 víkur Matthías að klæðleysi hans. Hann spyr: „Ertu
enn að skrölta á einni brókinni? Ég er vanalega í þrennum og
drepst þó.“ (Bréf Matthíasar Jochumssonar, bls. 320.)
50) Bréf dags. 19. ág. 1868.
51) Eftir hdr. Sigurðar: Litið eitt.um vatnsveitu til Reykjavikur.
52) Eftir Minningabók Þorv. Thor., bls. 101.
53) Úr bréfi til Steingríms dags. 8. maí 1861.
54) Þorvaldur Thoroddsen: Æfisaga Péturs Péturssonar, dr. theol.,
biskups yfir íslandi. Rvík 1908: Bls. 153.
55) Skjalasafn Reykjavíkurbæjar, merkt 0/6. Sjá nánar: Lárus
Sigurbjörnsson: Coulissusjóður bæjarins og leikhúsið í Reykja-
vík. Þjóðhátíðarblað Vísis 1944, bls. 58-60. Athugandi er, að
á dögum Sigurðar og jengi síðan varð alltaí að byggja upp
leiksviðshjall og slá upp sætum hvert kvöld, sem leikið var, og
taka ofan aftur. Það umstang kostaði mikla fyrirhöfn og var
sjaldnast ódýrara en leigan eftir húsið, sem leikið var í.
56) í jólaleyfinu eftir Valdemar Briem og Misskilningurinn eftir
Kristján Jónsson. Um þessa leiki ei- að lesa í bréfi Sigurðar
til Steingríms, dags. 3. jan. 1868.
57) Sbr. formála Jóns Ólafssonar að Ljóðmælum eftir Kristján
Jónsson, bls. XXII.