Skírnir - 01.01.1946, Page 55
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan
53
58) Séð og lifað, bls. 75.
59) Sumarið 1870 veit hann ekki, „hvernig skólinn hérna er, en
ekki likar mér hann, eða hugsunarháttur f.jöldans af skólapilt-
um“. Vorið 1871 finnst honum „skólapiltar hafi verið ómerki-
legir fyrirfarandi, en mér finnst þeir í vetur vera stórum farn-
ir að skána“. I nóv. 1871 segir hann: „Eg- held að andinn í
skólanum sé dálítið farinn að skána.“
60) Séð og lifað, bls. 115.
61) L. e., bls. 116.
62) L. c„ bls. 122.
63) Stefán Einarsson: Indriði Einarsson, elzta núlifandi leikrita-
skáld Islendinga. Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga. Winne-
peg. XVII. ár. Bls. 9.
64) Sigurður hefur skrifað þessar athugasemdir á miða. 1. Odauð-
leg. 2. Jón rekinn burt. 3. Gvendur burt þar sem Aslaug kem-
ur inn? 4. Endir á 1. act þar sem myndin fellur. 5. Snjór og
hrím á jörð í 4. act. Fyrsta athugasemd virðist mér hníga að
ástæðunni fyrir gerðum Áslaugar álfkonu, að hún vill eignast
ódauðlega sál. Stefáni Einarssyni finnst hún, í greininni um
Indriða, lítt sannfærandi. Það hefur Sigurði líka fundizt. I
seinni gerð leiksins kemur þessi eilífðarþrá miklu skáldlegar
fram hjá álfameynni Heiðbláin. 2. I útgáfunni 1871 er Jón
rekinn í þöglum bendingaleik, þetta er lagfært í seinni gerð
leiksins. 3. Indriði hefur tekið athugasemdina til greina, því
að Guðmundur bóndi og annað fólk yfirgefur leiðsviðið áður
en Áslaug kemur inn. 4. Þetta tók Indriði ekki til greina, þó
notar hann Maríumyndina á leikrænni hátt í seinni gerð leiks-
ins. 5. Vafalaust hefur Sigurður ráðið þessu leiksviðsatriði
þegar á fyrstu sýningu leiksins. „Allt land er ís og snjóþakið
og snjórinn hefur fest sig sums staðar í klettana," segir í leik-
sviðslýsingu 4. þáttar í seinni gerð leiksins.
65) Erkibiskupsvalið er gamanleikur í 1 þætti, sem Indriði skrifaði
ásamt Janusi Jónssyni, síðar presti, í jólaieyfinu 1870. Leikur-
inn er til i hdr. i „Ritum latínuskólans".
66) Niðurlag setningarinnar er orðrétt eftir miða úr sjónleiks-
drögunum að „Hjörleifi“.
67) Páll Briem tilfærir þessa klausu næstum orðrétt i Andvara-
grein sinni urn Sigurð. Á hún að sýna hug’ Sigurðar í jafn-
réttismálum karla og kvenna, en Sigurður hefur hana eftir
Holberg.
68) Á þessum stað í leikritinu hefur Sigurður skrifað utanmáls:
„NB: Of gróft?“
69) Hin tiðu leiksviðsskipti minna ekki aillítið á aðferð Shake-
speares. Alls eru 19-20 ,,scenuskipti“ í leiknum eftir því, sem
Sigurður hefur sjáifur skrifað framan við leikritið.