Skírnir - 01.01.1946, Síða 62
60
Andrés Björnsson
Skírnir
Vel má vera, að Grími hafi þótt endirinn snubbóttur í
útgáfu Jóns Þorkelssonar, en það eru ekki heldur nein
ósköp, sem hann sækir til Torfæusar, og ekki er hann sér-
lega bundinn af þeirri heimild. Það helzta er örin, sem
Hemingur merkti Harald með, en hitt segir enginn heim-
ildanna nema Sex söguþættir, að Hemingur yrði konung-
inum að bana.
Ekki er nú víst, hversu kunnugur Grímur hefur verið
Torfæusi, en ein heimildin gæti gefið bendingu um, eftir
hvaða leiðum honum hefði dottið í hug að leita þar upp-
lýsinga. Það er Sagabibliothek. Það er í sjálfu sér mjög-
sennilegt, að Grímur hafi þekkt þá bók. Ef til vill hefur
hann lesið hana um það leyti, sem hann tók að þýða kafla
úr íslenzkum fornritum á dönsku. Bók Gríms, Udvalgte
Sagastykker, kom út 1846, en annað bindi hennar 1854.
Um Hemingsþátt í Sagabibliothek er það sérstaklega
athyglisvert, að þar er vitnað í Torfæus og það meira að
segja sömu blaðsíðuna og Grímur sjálfur vitnar til í kvæði
sínu. Múller vísar þó ekki til sömu málsgreinanna og Grím-
ur, en samt hefur sú tilvísun getað haft meiri þýðingu
fyrir Grím en mann skyldi gruna.
Flateyjarbók er að efni samhljóða Sex söguþáttum, það
sem hún nær, en orðamunur er talsverður, því að þáttur-
inn er prentaður eftir pappírshandriti hjá Jóni Þorkels-
syni. I einum stað virðast meiri líkur til, að Grímur hafi
haft í huga texta Flateyjarbókar. I kvæði Gríms stendur
(Ljóðmæli, 1895, bls. 17):
„Vilda’eg sjá þá húð,“ kvað Halldór fyrstur,
„sem hemingurinn þessi af er ristur.“
í Flateyjarbók, III. b., bls. 405, stendur:
að hann skyldi skjóta á hann, en hann færðist undan því, af því að
hann þorði ekki að rjúfa loforð sitt við Ólaf helg’a, en hins vegar á
hann að hafa heitið honum að auðkenna hann vissu merki. Brátt
hafi hann svipt af konunginum yfirhöfninni, sem hann hafði utan
yfir gylltum kyrtlinum, með örvarskoti, og því næst hafi Haraldur
Guðinason vegið hann með spjóti, þar sem hann var þá auðþekktur.
Þó verður þetta ekki séð af kvæðinu, sem til er.