Skírnir - 01.01.1946, Síða 64
62
Andrés Björnsson
Skírnir
og færeysk þjóðkvæði, og vitnar Torfæus í tvö norsk
kvæði, sem honum eru kunn. Vel getur verið, að Grímur
hafi lesið eitthvað af þeirn skáldskap, en hann hefur varla
orðið fyrir neinum áhrifum frá honum, enda stefna þessi
kvæði í öfuga átt við það, sem Grímur leggur áherzlu á í
sínu kvæði. Þau ganga æ lengra í því að lýsa auknum af-
rekum Hemings og nálgast ævintýri.
Heimildanotkun i Hemmgsflokhi.
Hemingsflokkur Gríms Thomsens er ortur út af efni
Hemingsþáttar, eins og nafn kvæðisins bendir til. Þessi
þáttur um Heming Ásláksson verður hvorki um form né
efni talinn til hins betra í forníslenzkri sagnaritun.
Hann hefur að geyma ævintýraefni, farandsögu um af-
burða skotfimi, sem kemur fram í sögninni um Vilhjálm
Tell, Þiðrikssögu og víðar. Höfundur þáttarins hefur bætt
við ýmsu nýju efni, sem líklega er fengið að láni annars
staðar að, sundfimi, skíðaleikni og jarteiknum. Hann hef-
ur reynt að gefa þættinum íslenzk einkenni bæði með því
að tengja hann sögu Haralds harðráða og eins með hinu,
að láta ýmsa þekkta íslendinga koma þar við sögu, en
þessi tilraun höfundar þáttarins hefur þó að mestu leyti
mistekizt, og sambandið við konungasögurnar er óljóst og
torskilið.
Enginn skyldi ætla, að Grímur Thomsen hafi haft fyrir
sér bunka af heimildarritum, þegar hann orti sögukvæði
sín. Hitt er miklu líklegra, að oft hafi langar stundir liðið
frá því, er hann las fyrst kvæðaefnin, unz hann kafði
hugsað þau svo rækilega, að kvæðaefnið var fullmótað í
huga hans og hann átti það eitt eftir að færa það í form
bundins máls. Þetta verður ljóst, þegar þess er gætt, hve
Grímur var venjulega óháður þeim sögum, sem urðu til-
efni eða uppistaða kvæða hans.
Það er í raun og veru ósennilegt, að Grímur hefði valið
sér Hemingsþátt að yrkisefni vegna þáttarins sjálfs. Þó
að smávægilegir hlutir yrðu honum oft að kvæðaefni, þá