Skírnir - 01.01.1946, Síða 65
Skírnir
Um Hemings flokk Áslákssonar
63
var Grímur vanur aS finna, hvar feitt var á stykkinu.
AuSvitað var Hemingsþáttur nógu rómantískur, en þar
lá þó ekkert á yfirborðinu, sem gæti orðið þungamiðja í
kvæði, ef farið var einungis eftir því efni, sem þátturinn
sjálfur gat í té látið.
Erfitt er að segja, hvað hafi valdið því, að athygli
Gríms beindist að Hemingsþætti, eða hvenær það hafi orð-
ið, en þó er líklegt, að honum hafi verið þátturinn kunnur
löngu áður en hann hóf að yrkja kvæðið. — Þess hefur
áður verið getið, að Grímur hafi að líkindum lesið Saga-
bibliothek. Það hefði getað vakið athygli hans á Torfæusi,
og Sagabibliothek var miklu aðgengilegri bók, jafnvel á
dögum Gríms, heldur en Noregssaga Torfæusar. Þó eru
það athugasemdir Torfæusar aftan við Hemingsþátt, sem
helzt eru athyglisverðar, því að þær gátu vakið eftirtekt
Gríms og áhuga á þættinum, þó að hann tæki þær ekki
allar til greina í kvæði sínu.
Torfæus bendir á ýmsar veilur í gerð þáttarins, sem
geri hann ósennilegan, en fræðimenn lögðu megináherzlu
á sannindi sagnanna á þessum tímum og lengi síðan. Miill-
er tekur upp athuganir Torfæusar, og skulu hér tilfærðar
fáeinar setningar úr bók hans, sem ætla mætti, að hefðu
haft áhrif á Grím og vakið hann til umhugsunar. Saga-
bibliothek, III. bindi, bls. 367—388:
— Faderens Uvillie til at lade Sþnnen hente, har lige
saa liden Grund, som Kongens paafþlgende Grusom-
hed. —
— Sandsynligviis har en virkelig Tildragelse givet det
fþrste Stof,---------
— Stoffet---------tiener altid til at vise, hvilke Be-
greber, der vare i Omlþb om Haralds Karakter. —
Auðvitað verður það ekki annað en getgáta, að þessar
athugasemdir og aðrar fleiri, sem finnast hjá þeim Miill-
er og Torfæusi, hafi vakið Grím til að athuga þáttinn, svo
að honum dytti í hug að breyta honum og færa hann í
annað horf. Það má segja, að þátturinn sjálfur gæfi Grími
nægilegt tilefni þvílíkra hugleiðinga. Ein setning í þætt-