Skírnir - 01.01.1946, Side 66
C4
Andrés Björnsson
Skírnir
inum gæti ef til vill gefið bendingu um, að Hemingur væri
ekki rétt feðraður, en það er, þegar konungur segist ekki
vilja sjá (eða flá) þá húð, sem Hemingur sé af, en þó hef-
ur höfundur þáttarins varla verið sér þessa meðvitandi.
NotJcun Haralds sögu harðráða.
Fyrsti bálkur kvæðisins hjá Grími segir frá láti Magn-
úsar góða og atburðum í sambandi við það. 1 kvæðinu
segir, að konungur léti kalla til sín Áslák hersi á Torgum
og fæli honum til fósturs sveininn Heming, sem Grímur
segir að vísu ekki beinlínis, að sé sonur Magnúsar, en gef-
ur það þó svo ljóslega í skyn, að ekki er um að villast.
Frá dauða Magnúsar er sagt í Haralds sögu harðráða
og þeim atburðum, sem þá gerðust. Meðal annars segir
svo í Haralds sögu Fornm.s., bls. 228:
— Konungr (Magnús) mælti til þeirra (Þóris bróður
síns og Refs) : Gángið nú af skipum í skóginn, eigi
mun langt líða, áðr lúðrar munu við kveða, skuluð
þit þat hafa at marki, at þá mun vera andlát mitt. —
Þennan stað notar Grímur með því að setja Áslák og
Heming í stað Þóris og Refs, og þar sem þeir Áslákur
þurfa að komast til Noregs, lætur kvæðið þá leynast burtu
á skipi þeirra að næturlagi. Að öðru leyti fylgir Grímur
frásögn Haralds sögu í Fornm.s., svo að það er auðséð, að
hann notar hana. Hann lætur konung segja við þá Aslák:
„Brottu skuluð báðir leynast
bráðum, þegar lúðrar gjalla.“
Á lúðrablásturinn er hvorki minnzt í Flateyjarbók né
Heimskringlu.
Þessi breyting, að smeygja þeim Hemingi og Ásláki inn
í Haralds sögu, er hin mikilvægasta og hefur áhrif á allt
kvæðið. Hér á eftir fær sagan um Heming nýjan grund-
völl og skiljanlegar orsakir þess, sem í þættinum segir, en
væri óskiljanlegt, ef Grírnur hefði ekki fundið upp á þessu
snjallræði, og nú verður Hemingsþáttur þess verður, að út