Skírnir - 01.01.1946, Page 67
Skímir
Um lícming's flokk Áslákssonar
65
af honum sé ort. Hemingur er nú orðinn sonur Magnúsar
konungs og réttborinn til konungstignar eftir föður sinn.
Hugur Haralds konungs til Hemings verður skiljanleg-
ur, en hann virtist alveg út í loftið, væri Hemingur aðeins
sonur lends manns eða bónda.
Grími er mikið í mun að nota þessa uppfinningu sína
sem bezt. Á öðrum kafla Hemingsflokks, sem hann nefnir
Á Framnesi, byrjar hann á að lýsa þeim konungunum,
Magnúsi góða og Haraldi harðráða. Gerir Grímur þeirra
mun sem mestan. Erindið um Magnús er eitt hið fegursta,
sem Grímur hefur ort. Það er næstum eins og hann væri
sjálfur einn þeirra Norðmanna, sem treguðu konunginn.
Tvö næstu erindin eru hins vegar gráleg lýsing á Haraldi
konungi og dæmi tekin úr sögu hans um svik og harðýðgi,
sem hann hafi sýnt. Auðsætt er, að Grímur seilist langt
til að gera mynd Haralds sem dekksta, áður en hann tefli
þeim Hemingi fram saman, og er það listbragð til að ná
sterkari andstæðum í kvæðið.
í upphafi þriðja kafla kvæðisins (Á Torgum) hefur
Grímur Haralds sögu harðráða ennþá í huga, er hann tal-
ar um þá að leikum, Böðvar og Eystein orra. Eysteins er
ekki getið í Hemingsþætti (nema í Hauksbók), en Grími
dettur í hug frásögnin um vörn hans og fall við Stafna-
furðu úr niðurlagi Haralds sögu, en engin heimild mun
vera fyrir því að tefla þeim fram saman, Böðvari þessum
og Eysteini. Böðvar er að vísu einn þeirra Islendinga, sem
Hemingsþáttur telur upp, að sé með Haraldi konungi.
Hans er hvergi getið annars staðar, en er kallaður Eld-
járnsson Arnórssonar kerlingarnefs. En Grímur er þarna
að draga upp mynd, sem engir frumdrættir eru að í Hem-
ingsþætti, og hann velur þessa tvo menn af handahófi, þó
að Eysteinn gefi honum tilefni til hugleiðinga og saman-
burðar á knattleiknum og Orrahríðinni, sem hann á eftir
að heyja einmana og fjarri ættjörð sinni.
I síðasta kvæðabálkinum í Hemingsflokki hvarflar Grím-
ur að sögu Haralds, þegar Hemingur hefur staðizt allar
þær þrautir, sem Haraldur lagði fyrir hann. Grímur legg-
5