Skírnir - 01.01.1946, Side 68
66
Andrés Björnsson
Skíi'nir
ur þar áherzlu á ætterni Hemings, enda á það við, þar sem
konungur gerir hann útlægan úr Noregi. Þar segir:
— Örkvisar þótt Erlings væru ei synir,
— Áslákur af því var klæði skorinn —
veit hann, að af konunglegra kyni
knérunn framar Hemingur var borinn,
og spáð var kóngi fyrir frænda örvum
falla loksins myndi hann heima gjörvum. —
Grímur velur hér Ásláki, fóstra Hemings, ætterni, sem
hefur heldur litla stoð í heimildum, en hann vill gjarnan
gera hlut hans sem beztan og gera hann son Erlings
Skjálgssonar. f Haralds sögu harðráða segir, bls. 268:
— Þá var austr á Jaðri Áslákr Erlingsson, hann átti
Gunnhildi, dóttur Sveins jarls Hákonarsonar. —
Síðan er Ásláks Erlingssonar tvisvar getið í ættartölum,
í sögu Inga Haraldssonar og sögu Sigurðar slembidjákns,
á báðum stöðum í sama sambandi.
Efnisins vegna er rétt að minnast hér á eitt erindi, sem
numið hefur verið brott úr ljóðmælunum 1895, en það stóð
næst vísunni, sem áður var tilfærð, og í beinu framhaldi
af henni í Andvaraútgáfu, kvæðisins 1885.
— Því sat hann um Þóri konungsbróður,
þótt hann væri flúinn burt af láði,
Magnúsi var aldrei góða góður,
göfga Norðmenn ýmist drap og þjáði,
en — íslendingum einum ávallt trúði, —
óttinn þar til grimmdar sízt hann knúði.
Grímur skýrir grimmd Haralds með því, að honum hafi
verið spáð, að hann myndi falla fyrir vopnum frænda
sinna. Ekki er hægt að sjá, hvaðan Grímur hefur þann
spádóm. Ef til vill hefur hann tekið hann upp hjá sjálfum
sér til þess að sýna, að ótti Haralds við ættmenn sína væri
ekki alveg ástæðulaus. Hins vegar treysti Haraldur fs-
lendingum, vegna þess að hann óttaðist þá ekki. Hér má
greina sögulegan skilning Gríms á því, hversu íslending-
um veittist oft auðvelt að ná hylli konungs.
Ekki er gott að segja, hvers vegna Grímur sleppir vís-