Skírnir - 01.01.1946, Síða 69
Skírnir
Um Hemings flokk Áslákssonar
67
unni úr Ljóðmælunum 1895. Tvær ástæður koma einkum
til greina. Hin fyrri er sú, að Grímur er áður í kvæðinu
búinn að segja frá grimmdarverkum Haralds, þó að það
væri að vísu í öðru sambandi, þegar hann bar þá saman,
Magnús góða og hann. Hér virtist Grímur bera ofurlítið
í bætifláka fyrir konunginn, og hefur hann ef til vill fund-
ið ósamræmi í því, en þetta innskot spilltí líka kvæðis-
heildinni. Önnur ástæðan var líklega sú, að Grímur minnt-
ist í erindinu á Þóri konungsbróður. Sagan segir ekki, að
konungur sæti um Þóri, eftir að hann var flúinn, eins og
Grímur segir, en það er glöggt gefið í skyn, að Magnús
góði treysti því ekki, að Haraldi færist sæmilega við Þóri.
Þórir var persóna, sem Grímur átti ekki að nefna í
kvæðinu, því að í upphafi hafði hann sett Áslák og Hem-
ing inn í söguna í stað Þóris, svo að það var bíræfni að
nefna hann á nafn í kvæðinu eftir það, sem á undan var
gengið.
Úrfelling jarteikna.
1 Hemingsþætti segir, að Hemingur bjargaðist með
hjálp þeirra dýrlinganna, Ólafs helga og Stefánsi er hann
féll fyrir björg í skíðahlaupi, sem var ein af þrautum
þeim, sem konungur lagði fyrir hann. Oddur Ófeigsson
lánaði Hemingi dúk hins helga Stephani til að vefja um
sig í skíðagöngunni. Dúkurinn festist á bergsnös, þegar
Hemingur hrapaði. Síðan kom Ólafur helgi og leiddi hanri
burt úr háskanum, en tók um leið af honum það loforð, að
hann dræpi ekki Harald bi'óður hans, þó að hann mætti
honum í orrustu.
Þessum jarteiknaþætti sleppir Grímur alveg í kvæði
sínu og lætur Heming bjargast á annan og eðlilegri hátti
Úrfelling jarteiknaþáttarins hefur mikil áhrif á skipdri
kvæðisins. Allar útgáfur Hemingsþáttar, nema útgáfa
Jóns Þorkelssonar, segja, að Hemingur gerði ekki anri-
að en merkja Harald í orrustunni við Stafnafurðu, eri
annar yrði honum að bana. Þetta er eðlilegt, þar sem Hem-
ingur er bundinn heiti sínu við Ólaf helga. Grímur narri
6*