Skírnir - 01.01.1946, Page 70
68
Andrés Björnsson
Skírnir
burt ástæðuna til þess, að Hemingur sýndi Haraldi þessa
linkind. í kvæðinu þurfti hann ekki að halda neitt heit við
Ólaf, og ekkert var eðlilegra en Hemingur launaði Har-
aldi konungi meðferðina og léti hann kulda af sér kenna,
er hann fékk færi þess. Ekkert tálmaði honum. Það var
víst í góðu samræmi við skapferli Gríms, að hefna bæri
slíks fjandskapar, sem Haraldur konungur hafði áður
sýnt Hemingi. Það gæti þó að einhverju leyti stafað af
frásögninni í útgáfu Jóns Þorkelssonar, að Grímur lætur
Heming verða banamann Haralds. Sú heimild gerir hann
óháðari Torfæusi, en hann hefur líka séð, að ekki dugði
að gera kvæðishetjuna að eiðrofa og þess vegna numið
burt kaflann um jarteiknirnar. Auk þess var Grímur auð-
vitað nógu smekkvís maður til að finna, að allt rjál við
dýrlinga og helga dóma mundi stórspilla kvæðinu eins og
þættinum frá listrænu sjónarmiði.
Halldór Snorrason í Hemingsflokki.
Áður hefur verið getið um, hversu mjög Grímur Thom-
sen notar Haralds sögu harðráða við samningu kvæðis
síns. Sú notkun stefnir mest að því að breyta svo, að traust
samband fáist milli þáttarins og sögu Haralds.
Áhrifa sögunnar gætir reyndar í kvæðinu í ríkara mæli
en sagt hefur verið og á annan hátt en þann, sem áður
hefur verið lýst. — Breytingin, sem Grímur gerir frá
þættinum, stafar af því, að hann er bundinn af annarri
lýsingu á Halldóri Snorrasyni. Af þeirri ástæðu bætir
hann inn í frásögn þáttarins á mörgum stöðum eða breytir
honum, og Grími eru sumar þessar breytingar svo hug-
leiknar, að hann lætur prenta þær með skáletri til frekari
áherzlu.
Halldór Snorrason kemur ekki mikið við sögu í Hem-
ingsþætti. Haraldur konungur biður hann að „fyrirkoma“
Hemingi á sundi, og bendir það að vísu á, að höfundur
þáttarins telji hann íþróttamann, en svar Halldórs við
beiðni konungs er á þá leið, að skilja má, að hann treysti