Skírnir - 01.01.1946, Side 73
Skírnir
Um Hemings flokk Áslákssonar
71
Ótta Ásláks við það að láta Heming fara með Haraldi
er lýst, en Grímur segir:
— En vin hann á, sem vini aldrei gleymdi,
vað á milli klæða Hallclór geymdi. —
Þessi orð eru undirbúningur þess, sem Grímur segir síðar,
er hann býr til söguna um björgun Hemings, sem varð að
koma í staðinn fyrir jarteiknirnar. — Hemingur kemur
ofan fjallið á fljúgandi ferð:
— Djúp á meðan Halldór sporin heggur
í hörzlið, undan skikkju vaðinn rekur,
sér um herðar endann annan leggur,
Oddur Ófeigsson við hinum tekur,
þeir í sporin fella fætur báða,
ferðalokum Hemings vilja ráða. —
Það er auðséð, að Grímur vill leggja megináherzlu á það,
að Halldór bjargar Hemingi, og eins hitt, á hvern hátt
hann gerir það. Þetta sýna setningarnar, sem hann undir-
strikar. Hann getur aðeins notað Odd Ófeigsson til að
halda í vaðinn á móti honum.
Það er mjög vafasamt, hvort Grímur fær Halldóri hlut-
verk Odds vegna einhverrar bendingar frá heimildunum.
Torfæus og Muller segja reyndar í athugasemdum sínum,
að Oddur hefði átt að vera útlægur úr Noregi um þessar
mundir, en Grímur telur Odd meðal manna Haralds eins
og þátturinn. Grímur hefur sýnilega kært sig kollóttan
um þessa athugasemd, og það er skiljanlegt. Hann er að
yrkja Hemingsþátt upp, og íyrir honum vakir fyrst og
fremst að gera efni kvæðisins sjálfu sér samkvæmt, hverju
sem hann þurfi að breyta til þess að svo verði. Hann er að
hugsa um listarheildina, en ekki sannsögulegt gildi.
En í hinni sjálfstæðu og tilbúnu frásögn Gríms af Hall-
dóri Snorrasyni í Hemingsflokki er komið að öðrum þætti
í söguljóðagerð hans. Engum getur dulizt, að hann fær
Halldóri stærra hlutverk í kvæðinu en það krefst til þess,
að samsetningin verði órofin. Það lá miklu nær að stækka
hlutverk Odds, en láta Halldór hverfa.