Skírnir - 01.01.1946, Side 74
72
Andrés Björnsson
Skírnir
Persónulegar tilfinningar Gríms koma hér til greina, og
nú fyrst er unnt að nálgast hið dula skálcl meir en annars
í þessu kvæði. Víða í sögukvæðum Gríms sýnist saga hans
sjálfs vaka undir yfirborðinu. Þetta kemur gleggst í ljós
í kvæðinu Guðmundur á Glæsivöllum, þar sem persóna
Gríms sjálfs skreppur út úr niðurlagi kvæðisins og spreng-
ir umgerðina.
Grímur er að vísu ekki eins opinskár í Hemingsflokki,
en þó má greina tilhneigingu þá, sem hjá honum vakir, til
þess að draga það í leikinn, sem honum er hugfólgnast, —
eigið líf og reynslu í gervi uppáhaldsgoðs síns, Halldórs
Snorrasonar. — Um setningu þá, sem Grímur skáletrar,
— ,,Með konungs hundum, harðast sem að híta,“
er það að segja, að hún virðist sprottin beint frá hjartarót-
um Gríms, og hann er hér kominn með annan fótinn inn
í sjálfs sín sögu. Stjórnarherrarnir bítast um völdin inn-
byrðis. í þeim leik hafði Grímur verið þátttakandi, og þó
að hann þætti bíta frá sér, er líklegt, að oft hafi það verið
meir af illri nauðsyn en hinu, að leikurinn væri honum
fyllilega að skapi, og gagnvart smælingjum var hann allur
annar maður og unni því, sem var lítils máttar. Má hon-
um hér hafa hvarflað í hug, er hann kom sjálfur frá fá-
mennri og lítilsvirtri þjóð til hirðsala erlendis, hversu
gott væri að eiga þar hjálparmenn, þegar illmenni snérust
öfug við ungum og umkomulitlum mönnum.
Grímur hugsar sjálfan sig inn í gervi þeirra beggja
Halldórs og Hemings, hvors á sinn hátt. Hemingur er
Grímur Thomsen, þegar hann kom ungur að aldri til Dana-
konungs og meðal hirðmanna hans og varð fyrir margs
konar örðugleikum, því að líklega hafa einhverjir orðið til
að leggja stein í götu hans.
Þetta má ráða af því, hvern hug hann ber til hirð-
mennskunnar í mörgum fleiri kvæðum sínum, Goðmundi
á Glæsivöllum og Tókastúfi, svo að dæmi séu nefnd.
Halldór Snorrason er væringinn Grímur Thomsen. Hann
hefur þjónað konungi sínum af dyggð og fylgt honum í
mörgum mannraunum, hefur sigrazt á allri viðkvæmni og