Skírnir - 01.01.1946, Side 75
Skírnir
Um Hemings flokk Áslákssonar
73
tilfinningasemi, er óttalaus, en hugsar um það fyrst og
fremst að verja hermannsheiður sinn gagnvart undirferli
og óhreinlyndi konungs. Hann þarf ekki að þola neinum
ágang, ekki einu sinni konunginum, og lætur ekki hafa sig
til neins, sem sett geti blett á skjöld hans.
Mikið er sameiginlegt með lýsingu Halldórs í kvæðinu,
sem Grímur orti um hann, og Hemingsflokki. Afstaða
hans til konungsins er sú sama. Grímur leggur Halldóri
svo orð í munn við konung:
— „Súrt er ölið, seyrður máli,
sjálfur ertu blandinn táli--------
Freistandi er að halda, að Grímur hafi ort kvæðið um
Halldór Snorrason á svipuðum tíma eða fyrr en Hemings-
flokk, þó að ekki verði um það sagt með vissu.
Aðrar breytingar frá Hemingsþætti.
Ýmsum smærri atriðum kvæðisins breytir Grímur frá
heimild sinni, bætir við eða fellir úr. Þegar hann er að
brúa bilið milli upphafs kvæðis síns og Hemingsþáttar,
lýsir hann uppvexti Hemings í þremur erindum, þar sem
hann styðst lítt við þáttinn nema um stað þann, er Hem-
ingur ólst upp á. — Þessar vísur eru merkilegar fyrir þá
sök, að þar kennir sérstakrar rómantískrar lífsskoðunar,
sem var mjög rík hjá Grími og kemur mjög berlega í Ijós
í ýmsum kvæðum hans, sérstaklega í rímunum af Eúa
Andríðssyni og Fríði Dofradóttur.
f þessum vísum í Hemingsflokki kemur í ljós aðdáun
Gríms á ögun náttúrunnar, sem norður á Framnesi er
hörð, en fögur, og það, sem hún fær ekki kennt, lætur
hann Heming læra hjá fornlegum karli.
Auðvitað kemur líka fram rómantík í vali þáttarins
sjálfs að yrkisefni og ævintýralegri leikni Hemings í íþrótt-
um og karlmennsku hans og því, að Grímur tekur í taum-
ana, þegar þáttarhöfundur veikir hana með kristilegu
þrugli um tíðasöng og jarteiknir. Hann segir líka, að Hem-
ingur hafi alizt meira upp við hetjusögur en sálmasöng.