Skírnir - 01.01.1946, Side 76
74
Andrés Björnsson
Skívnir
Aðeins í einum stað sést Grími yfir hið kristilega, en mjög
er það smávægilegt. Hann segir, að Hemingur signi bog-
ann, áður en hann skýtur hnotina af höfði bróður síns.
Um íþróttir Hemings fer Grímur annars mjög eftir því,
sem segir í þættinum, þó að hann stytti frásögn hans lít-
ið eitt.
í þættinum kemur Haraldur konungur þrisvar á fund
Ásláks, áður en hann lætur sækja Heming. Grímur sleppir
alveg þeim viðskiptum þeirra konungs og Ásláks af mjög
skiljanlegum ástæðum. Sú frásögn var of löng til þess, að
kvæðisheildin þyldi hana, og kom aðalefni kvæðisins of
lítið við. Grímur segir aðeins, að sendimenn Ásláks komi
til Hemings, og hann lætur konung ávíta Áslák fyrir að
hafa alið son sinn upp í leyni, eftir að Hemingur er kom-
inn til Torga. Það er eftirtektarvert, að Grímur virðist
ekki gera ráð fyrir í fyrstu, að Haraldur viti, að Hem-
ingur sé sonur Magnúsar, þó að hann sjálfur ljósti því
upp í byrjun kvæðisins. Ef til vill er Grímur þarna dálítið
hundinn af frásögn þáttarins, eða hann ætlast til, að grun-
ur konungs vakni smátt og smátt. Grímur segir:
— Haraldur til Ásláks varpar orði:
„Alið hefur son þú upp í leyni,
dauðasök og manns það næst er morði,
má þó vera um hríð eg líf þér treini,
efni finnast kann í kónga og jalla
hjá kotungunum sumum upp til fjalla.“
Áður hefur verið getið um gullbúna ör, sem Hemingur
skaut að Haraldi við Stafnafurðu. í þættinum segir Har-
aldur við Heming, að örvar hans séu gulli reyrðar og muni
hann vera mikill metnaðarmaður. Grímur lætur Harald
segja:
— „Gullhlað sonur bónda ber um ennið,
beltið örvar silfri reyrðar prýða.“ —
í niðurlagi kvæðisins segir Grímur, að silfri reyrð ör yrði
konungi að bana, og hann leggur mikla áherzlu á þessa
tvo staði og undirstrikar þá. Að nokkru leyti er þetta sam-
kvæmt heimildunum, en það, sem Grími finnst að líkind-