Skírnir - 01.01.1946, Page 84
82
Richard Beek
Skírnir
Vann hann á næstu árum meðal annars að járnbrautar-
vinnu á ýmsum stöðum í Manitoba, skógarhöggi, hveiti-
þreskingu í Norður-Dakota, fiskveiðum á Winnipegvatni
og húsabyggingum í Winnipegborg. Þá gerðist hann land-
námsmaður í Grunnavatnsbyggð í Manitoba, bjó þar um
þriggja ára skeið, en hraktist þá þaðan á ný til Winnipeg,
gerðist meðal annars um tíma umferðasali og bréfberi þar
í borg. Eigi var honum þó borgarlífið að skapi og fluttist
aftur út á landnámsjörð sína í Grunnavatnsbyggð, en seldi
hana tveim árum síðar og varð árlangt meðeigandi í verzl-
un að Víði, Manitoba, en festi þá (1910) kaup á land-
námsjörð föður síns að Víðivöllum og hefur búið þar síð-
an. Liggur honum þungt á hjarta, að föðurleifð hans gangi
eigi úr ættinni, og er það eigi sízt þess vegna, að hann
gegnir enn búskaparstörfum, þó kominn sé fast að sjötugu.
Á landnáms- og búskaparárum sínum í Grunnavatns-
byggð kvæntist Guttormur Jensínu Daníelsdóttur Sigurðs-
sonar frá Hólmlátri á Skógarströnd, mikilli myndar- og
ágætiskonu. Hafa þau eignazt sex börn, er sverja sig vel
í ætt um manndóm og mvndarskap.
II.
Aðstæður Guttorms á æsku- og uppvaxtarárum hans
voru þannig vaxnar, eins og þegar er gefið í skyn, að þess
var hreint eigi að vænta, að hann nyti mikillar eða langrar
skólagöngu. Fyrstu fræðslu hlaut hann í heimahúsum hjá
hinni gáfuðu og bókmenntahneigðu móður sinni, en naut
hennar þó eigi nema skamma stund, eins og fyrr greinir.
Inn fyrir skóladyr steig hann eigi fæti fyrr en hann var
12 ára gamall og lauk slitróttri skólagöngu sinni með
þriggja mánaða námi í 6. bekk barnaskóla í Winnipeg
veturinn 1894—95. Er hann því flestum fremur maður
sjálfmenntaður, og má með nokkurum sanni, þó eigi of
bókstaflega, heimfæra upp á hann þessa vísu sjálfs hans:
Betra er að vera af Guði ger
greindur bónda-stauli,