Skírnir - 01.01.1946, Side 86
84
Richard Beclc
Skíi'nii'
urinn í íslenzkum skáldskap hefur ávallt heillað mig mest,
einkum í kvæðum Bólu-Hjálmars, Bjarna Thorarensens,
Gríms Thomsens, Einars Benediktssonar, Stephans G.
Stephanssonar, Guðmundar Friðjónssonar og Jakobs
Thorarensens.
í Grunnavatnsbyggð átti ég aðgang að stóru og vel völdu
safni íslenzkra bóka, og notfærði mér það í sem fyllstum
mæli allan tímann, sem ég var þar. Þar las ég Hómers-
kvæði í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar og Benedikts
Gröndals, Paradísarmissi Miltons í þýðingu séra Jóns Þor-
lákssonar, og Þúsund og eina nótt í þýðingu Steingríms
Thorsteinssonar; auk þess allar íslendingasögurnar, Edd-
urnar, Sturlungu, o. s. frv. Þar las ég fyrst leikrit Indriða
Einarssonar, Nýársnóttina, og virtist hún taka fram öllu
því, sem ég hafði kynnzt í íslenzkri leikritagerð. Að öllu
samanlögðu hafði ég til afnota í bókasafni byggðarinnar
úrval hins bezta í íslenzkum bókmenntum.
Á þeim árum varð ég einnig mjög handgenginn skáld-
skap Shakespeares, Tennysons, Byrons, Longfellows og
Kiplings. Ég varð mjög hrifinn af kvæðaflokki Shake-
speares „The Rape of Lucrece“, eigi efnisins vegna, held-
ur vegna hins leiftrandi stílþróttar og hinnar snjöllu brag-
fimi. Síðan las ég kvæði Longfellows undir hexametra-
hætti, og þar sem sá bragarháttur var fátíður í íslenzkum
skáldskap, orti ég kaflann um Guðrúnu í Jóni Austfirðing
undir þeim hætti í tilrauna skyni. Á því tímabili las ég að-
eins sonnettur og önnur ljóð Shakespeares. Leikrit hans
kornu síðar, fyrst fjögur þeirra í íslenzkri þýðingu Matt-
híasar Jochumssonar og síðan öll á enskunni, en leikrit
Shakespeares heilluðu mig aldrei, né heldur leikrit Ibsens,
að undanteknum Brandi og Pétri Gaut. Heimsskoðun Ib-
sens virtist mér vafasöm.
Eftir að ég settist að hér við íslendingafljót fyrir 29 ár-
um, tók ég mér fyrir hendur að afla mér bókasafns, er
hefði að geyma rit úrvalshöfunda hinna ýmsu þjóða, eigi
aðeins skáldskap, heldur einnig skáldsögur, leikrit og rit-
gerðir. Þö aS ég hafi lesið þær bækur mínar fremur frá