Skírnir - 01.01.1946, Side 87
Skírnir
Guttormur J. Guttormsson
85
sjónarmiði hins almenna lesara en fræðimannsins, er ég
sannfærður um, að ég hef með þeim hætti víkkað svið
skilnings míns. ,,Symbolistarnir“ frönsku heilla mig, en
eigi einn þeirra öðrum fremur. Eitt af ágætustu skáldum,
sem ég hef nokkru sinni lesið, er William Blake. Hann er
gæddur framúrskarandi andlegum næmleika og frumleg-
ur í hugsun og lífsskoðun — ef til vill merkilegasta skáld
Englands. Skapandi skáldgáfa Edgars Allans Poes, ímynd-
unarafl hans og andans þróttur, hafa einnig heillað hug
minn. Á síðari árum hafa Karel Capek, Eugene O’Neill
og Elmer Rice dregið að sér athygli mína, en án þess þó
að hafa áhrif á skáldskap minn. Af þeim, sem að framan
eru taldir, hef ég einkum lært að fara leiðar minnar í ljósi
minnar eigin hugsunar. Ég hef ekki fylgt neinum sérstök-
um ,,skóla“.
Eftirlætislestur minn er skáldskapur, sem er þrUnginn
að list, á hvaða máli sem er, einnig rómantísk leikrit, svo
sem The Sunken Bell (Klukkan sokkna) eftir Hauptmann,
Berkeley Square eftir Balderstone, Outward Bound (Á út-
leið) eftir Vane, og önnur slík. Á undanförnum árum hef
ég kynnzt ritum Franz Werfels og álít hann hiklaust mest
leikritaskáld þeirra, sem nú vinna að slíkum ritsmíðum.
Síðan ég settist hér að, hef ég að meðaltali lesið 10 ensk-
ar bækur í hlutfalli við eina íslenzka. Ég hef samt sem áð-
ur gert mér það að fastri reglu að lesa aðeins íslenzkan
skáldskap eftir beztu skáldin, eldri og yngri, og óbundið
mál hinna beztu höfunda, Guðmundar Finnbogasonar,
Sigurðar Nordals, Guðmundar Friðjónssonar o. s. frv.
Ég hef einnig gert mér það að ófrávíkjanlegri reglu að
lesa nokkrar íslendingasögur árlega, ekki efnisins heldur
málsins vegna.“ —
Óneitanlega er hér um harla víðtækan lestur að ræða
og vel valinn, ekki sízt af hálfu sjálfmenntaðs manns. Þá
er hitt eigi síður eftirtektarvert, eins og prófessor Kirk-
connell bendir réttilega á í fyrrnefndri grein sinni, hversu
Guttormi hefur vel tekizt að halda sjálfstæði sínu bæði
um efnisval og meðferð þess, í stað þess að íalla í þá