Skírnir - 01.01.1946, Side 88
86
Richard Beck
Skírnir
freistingu að stæla þá höfunda, sem hann hefur lesið. En
vafalaust er það einnig rétt athugað, að það eigi að miklu
ieyti rætur sínar í því, að skáldskapur hans er jafnan
sjálfrátt útstreymi hugsana hans og tilfinninga, eða eins
og hann orðar það sjálfur: „Af ráðnum hug hef ég aldrei
setzt niður til að yrkja kvæði. Það er eins og kvæðið kæmi
til mín og bæði um að vera ort. Efnið er ósjálfrátt í huga
mínum, þangað til það er komið í það horf, að það verði
fágað og fært í ljóðabúning. Tekur það ýmist stuttan eða
langan tíma. Ég skrifa það niður, þegar ég álít að það sé
fullgert.“
Skáldskaparhneigð Guttorms kom snemma fram, enda
virðist hún vera rík í ættinni. Móðir hans var vel skáld-
mælt. Birtust kvæði eftir hana bæði í Framfara, fyrsta
íslenzka blaðinu vestan hafs, sem gefið var út í Nýja ís-
landi (1877-79), og einnig í Leifi, sem út kom í Winnipeg
(1883-86). Vigfús, bróðir Guttorms, að Lundum í Mani-
toba, er einnig gott skáld, og hafa fjöldamörg kvæði eftir
hann birzt í vestur-íslenzku vikublöðunum.
Eins og hinn stórbrotni skáldbróðir hans hinn íslenzki
vestur við Klettafjöllin hefur Guttormur orðið að vinna
„hörðum höndum“ við búskaparstörfin um dagana, því að
fyrir stórum fjölskylduhóp var að sjá, eins og fyrr getur.
„Öll mín kvæði hef ég ort við vinnu mína. Sama gildir um
leikritin. Ritstörfin hafa orðið að vera algerð aukastörf;
dagsins önn hefur heimtað krafta mína til líkamlegrar
vinnu.“ Þannig fórust honum orð í viðtali við eitt Reykja-
víkurblaðið á íslandsferð sinni (Nýja Dcigblciðið, 23. júlí
1938). Má því réttilega snúa upp á sjálfan hann eftirfar-
andi ummælum úr hinu snjalla kvæði hans „Við heimför
Stephans G. Stephanssonar 1917“:
Stuðlar hann við strit
stórþjóðarvit----- —
Hefur Guttormur því unnið hin bókmenntalegu störf
sín undir mjög andvígum skilyrðum; og vafalaust ber því
ekki að neita, að hin óhægu kjör, sem hann hefur átt við