Skírnir - 01.01.1946, Síða 89
Skírnir
Guttormur J. Guttormsson
87
að búa, hafa orðið steinn á vegi þroska hans. En svo rík
og þróttmikil er skáldgáfa hans, að hann hefur sigrazt á
mótdrægum lífskjörum og ort svipmikil og djúpúðug
kvæði um hin hversdagslegustu efni innan þröngra tak-
marka athafnasviðs hans. Og svo er því alltaf farið um
hin sönnu og mikilhæfu skáld; þeim verður sjálft grjótið
að gulli í andlegum skilningi. Jafn-algengt fyrirbrigði
vestan hafs og býflugnaræktin verður Guttormi áhrifa-
mikil og algild táknmynd andlegrar harmsögu þeirra allra,
sem fátæktar vegna eða af öðrum ástæðum sjá eigi drauma
sína rætast, en verða að sætta sig við það harða hlutskipti,
að listgáfu þeirra fá eigi að vaxa vængir nema að litlu
leyti.
Á hinn bóginn er bókmenntastarfsemi Guttorms bæði
næsta mikil að vöxtum og fjölskrúðug, ekki sízt þegar að-
stæður hans eru teknar með í reikninginn. Hann hefur
gefið út f jórar ljóðabækur, er allar hafa komið út í Winni-
peg, og eru þær þessar: Jón Austfirðingur (1909), Bónda-
dóttir (1920), Gaman og alvara (1930), þar sem, auk
nýrra kvæða, er að finna meginefnið úr eldri kvæðabók-
um hans, og Hunangsflugur (1944). ,Síðan það safn var
prentað, hafa ný kvæði eftir hann öðru hvoru komið í
blöðum og tímaritum vestra. Ótalið er þá hið merkilega
safn leikrita hans, Tíu leikrit, sem Þorsteinn Gíslason gaf
út í Reykjavík 1930. Önnur leikrit eftir hann hafa á síð-
ari árum komið út í íslenzkum tímaritum beggja megin
hafsins, og fleira hefur hann haft í smíðum í þeirri grein
bókmenntanna. Einnig hefur hann um nokkurt skeið unn-
ið að landnámssögu íslenzku frumbýlinganna í Nýja ís-
iandi, þar sem hann, svo að viðhöfð séu orð sjálfs hans,
„lýsir lífskjörum þeirra, baráttu og hversdagslífi í hinu
nýja landi“. Vonandi tekst honum að ljúka við það verk,
því að öll ástæða er til að ætla, að þar verði um að ræða
merkilegt rit og þýðingarmikla heimild um líf Islendinga
vestan hafs á landnámsárunum örlagaríku, jafn-kunnugt
og hugstætt eins og það efni er höfundinum, eins og kvæði
hans vitna eftirminnilega um, enda er hann sjálfur kynja-