Skírnir - 01.01.1946, Page 90
88
Richard Beck
Skírnir
kvistur sprottinn beint upp úr jarðvegi hinnar rauna-
þungu baráttu landnámsáranna.
Eigi allfáum af kvæðum Guttorms hefur snúið verið á
ensku af ýmsum; er nokkrar þýðingar þeirra frú Jakobínu
Johnson og prófessors Skúla Johnsons að finna í þýðinga-
safninu Icelandic Lyrics (1930), er Richard Beck safnaði
til og bjó undir prentun; en þýðingar prófessors Kirkcon-
nells í fyrrnefndri ritgerð hans og í ritum hans The North
American Book of Icelandic Verse (1930) og Canadian
Overtones (1935). Þá hefur Pierre Naert, háskólakennari
í Lundi í Svíþjóð, snúið á frönsku allmörgum af kvæðum
Guttorms og ritað um hann og skáldskap hans í merk
frönsk bókmenntarit.
III.
Enginn fær lesið ljóð Guttorms að nokkuru ráði án þess-
að sannfærast um, að þar er að verki skarpgáfað og sér-
kennilegt skáld, sem á bæði djúpa og hvassa sjón og er
gætt miklum andlegum þrótti, þó að kvæði hans, sem ann-
ara skálda, séu hvergi nærri öll jafn-þung á metum að
gæðum og gildi. Yrkisefni hans eru einnig næsta fjöi-
breytt, harpa hans strengjamörg.
Með sanni hefur hann þó verið nefndur „helzta skáld“
íslenzkrar landnámstíðar vestan hafs og hetjuanda henn-
ar. Söguljóðið Jón AustfirSmgur, fyrsta kvæðasafn hans,
á þangað beint rætur sínar að rekja, og gegnir sama máli
um mörg fleiri kvæði hans; sætir það engri furðu, þegar
þess er minnzt, hversu frumherjabaráttan hafði höggvið
nærri honurn. Foreldrar hans höfðu bæði hnigið að velli
um aldur fram í þeirri harðvítugu glímu við ofurefli hinna
andvígustu lífskjara. Fór það því að vonum, að raunir
brautryðjendanna orkuðu stórum á hug hans og urðu hon-
um efni íjölmargra kvæða. Þegar litið er til ætternis hans,
kemur það eigi heldur á óvart, að hann yrkir þennan
kvæðaflokk sinn um „Jón Austfirðing“. En þó að nafnið
minni á föður skáldsins, er þar í rauninni, að sögn sjálfs