Skírnir - 01.01.1946, Page 91
Skírnir
Guttormur J. Guttormsson
89
hans, um að ræða heildarmynd af baráttu og sigrum braut-
ryðjenda-kynslóðarinnar allrar, og má faðir hans því skoð-
ast sem samnefnari hennar, að svo miklu leyti sem kvæða-
flokkurinn er saga hans. Og vissulega er þar að finna
átakanlega og glögga lýsingu á brautryðjendalífi Islend-
inga í Vesturheimi almennt, þrautum þeim og erfiðleik-
um, sem þeir urðu að sigrast á eða bíða lægri hlut í bar-
áttunni. Hagsæld niðja þeirra var dýru verði keypt.
Mörg minnisstæð kvæði og prýðisvel ort eru í Ijóðabálki
þessum. Faguryrt og með ósviknum veruleikablæ er lýs-
ingin á Nýja Islandi, vesturströnd Winnipegvatns, í kafl-
anum ,,Landnámið“, eins og þessar ljóðlínur bera með sér:
Þar syng-ja þrestir á vorin sín þýðu, arfg-engu. sönglög;
blærinn í flautuna blæs — blístrar og hvín í trjánum.
Brimhljóðsins undirspils-ómur — orgelsins fimbul-bassi —,
þungur sem þrumugnýr, blandast þjóðsöng'um merkui'.
Fag-ur er vatnsins flötur, fjalsléttur, hreinn og' g'lælygn.
Dýrðlegt er bládjúpið bylvakið, brimlöðrandi og hvítfext.
Víðirtanginn sem útréttur armur, i ofviðra háska,
bjóðandi höfn og hlé, hopandi snekkjum frá volki,
láta til skiptis skella skafl og boða á hliðum.
Eftirminnilega er þrautum frumherjanna lýst í kvæð-
unum „Bólan“, „Flóðið“ og ,,Eldurinn“, sem öll snerta
hjartastrengi hvers sæmilega tilfinninganæms lesanda og
eru í mismunandi tóntegundum eftir yrkisefni. Tekst
skáldinu oft mjög vel að samræma efni og bragarhátt í
þessum kvæðum. Hexametra-hátturinn er t. d. mjög hæf
ytri umgerð um raunasögu Guðrúnar í samnefndu kvæði,
en þannig er þeirri fögru og hreinhjörtuðu íslenzku sveita-
stúlku lýst:
Guð rún var listavevk Guðs, í gyðjumynd fagurri sköpuð,
augu’ hennar bládjúp sem Vínlands vötn og vangarnir rjóðir,
hárið glóði sem gull og geislandi liðaðist niður.
Tíguleg var hún sem „Fjallkonan fríð“, sins fósturlands imynd.
Slétt var og beint hennar bak, og barmurinn, hvelfdur og mjúkur,
lyftist sem blævakin bára og leið eins og lognalda niður.