Skírnir - 01.01.1946, Page 93
Skírnir
Guttormur J. Guttormsson
91
Heimanfarar fyrri tíða
fluttust hingað til að líða,
sigurlaust að lifa, stríða,
legg'ja í sölur heilsufar,
falla, en þrá að því að stefna,
þetta heit að fullu efna:
Meginbraut að marki ryðja
merkta út frá Sandy Bar,
braut til sigurs rakleitt, rétta,
ryðja út frá Sandy Bar.
Þessu máttuga og angurblíða kvæði lýkur með eftirfar-
ancii erindi:
Stytti upp, og himinn heiður
hvelfdist stirndur, meginbreiður,
eins og vegur valinn, greiður,
var í lofti sunnan far.
Rofinn eldibrandi bakki
beint í norður var á flalcki.
Stjörnubjartur, heiður himinn
hvelfdist yfir Sandy Bar,
himinn, landnám landnemanna
ljómaði yfir Sandy Bar.
Agætlega samræmt frá byrjun til enda, sannkallað lista-
verk að formi til, ber kvæði þetta fagurt vitni fágætri
málfimi og rímsnilld Guttorms, er auðkennir mörg önnur
ijóð hans, t. d. fyrri hlutann af afmæliskvæði hans til
Nýja íslands, „Sveitin mín“. Hvergi er þó Ijóðgáfa hans
léttstígari eða þýðari heldur en í hinu gullfallega kvæði
hans „Góða nótt“:
Dúnalogn er allra átta,
allir vindar geims sig nátta,
nú er álfa heims að hátta,
hinztu g'eislar slokkna skjótt,
húmsins svarta silkiskýla
sveipar þekjur vorra býla,
upp er jörðin eins og hvíla
öllu búin. —■ Góða nótt!
Upp til hvíldar öllu búin
er nú jörðin. Góða nótt!