Skírnir - 01.01.1946, Síða 94
92
Richard Beck
Skírnir
Tak þú, svefn, í ástararma
alla menn, sem þjást og' harma,
legg' þinn væng á lukta hvarma,
láttu öllurn verða rótt,
leyf þeim, draumur, lengi að njóta
lífsins sem í vöku brjóta
skipin sín í flök og fljóta
fram hjá öllu. — Góða nótt!
Þeim, sem frarn hjá fegurð lífsins
fara í vöku. Góða nótt!
Hér kemur einnig glöggt í ljós grunntónninn í lífsskoð-
un Guttorms og undirstraumurinn í skáldskap hans: víð-
feðm og djúp samúð með öllum þeim, sem bera skarðan
hlut frá borði í lífsbaráttunni, eiga bar undir högg að
sækja. Hann er skáld þeirra og málsvari.
Skilningsríkri samúð hans með frumherjunum íslenzku
í baráttu þeirra gegn andvígu umhverfi og náttúruöflun-
um í hinu nýja landnámi hefur þegar nægilega lýst verið.
Með undirstraum sömu angurblíðu og samhygðar segir
hann sögu Indíánanna í kvæðinu „Indíána hátíðin“, og
byggir þar á eigin reynd frá æskuárunum í Nýja íslandi,
enda er kvæðið með hreinum veruleikablæ og einstætt að
efni til í íslenzkum bókmenntum.
Sérstaklega merkileg og frumleg eru hin táknrænu
kvæði Guttorms, og hefur þeim farið f jölgandi á síðari ár-
um, þó að hann hafi frá fyrstu tíð slegið á þann streng-
inn, því að hann er í ríkum mæli skáld íhygli og innsæis.
Af eldri kvæðum hans í þeim flokki er hið prýðilega kvæði
„Sál hússins“, sem bregður upp frábærlega skýrri og lif-
andi mynd og opnar skyggnum lesanda víða heima. Hið
svipmikla kvæði hans „íslendingafljót“ er einnig tákn-
rænt, jafnframt því að það er, að öðrum þræði, skáldleg
náttúrulýsing, en ástæða er til að ræða það frekar í öðru
sambandi.
Eitthvert hið allra sérstæðasta og heilsteyptasta af
táknrænum kvæðum skáldsins er þó „Býflugnaræktin“,
sem þegar hefur verið vikið að og athygli dregin að megin-