Skírnir - 01.01.1946, Síða 95
Skírnir
Guttormur J. Guttormsson
93
efni þess. Má og svipað segja um kvæðin „Svanurinn“,
„Birnir“, „Tréð“ og „Sálin“, sem öll eru í síðustu kvæða-
bók hans, Hunangsflugum, og eru hvert öðru snjallara,
djúpsæ og myndauðug. Á það eigi sízt við um kvæðið
„Birnir“, og fer það hér á eftir, en svo er það samfellt, að
það nýtur sín því að éins til fulls, að það sé lesið í heild
sinni:
Skemmtana minna skógarbirnir
skæðir voru þeim g-æfu kindum
harmi og sorg á sálarlöndum,
saklausum skepnum í frjóum högum.
Þeim, er fyrir því sauðfé sátu,
— samt höfðu þeir á öðru að lifa —
myrkviðar skjól og skugga gáfu
skrúðgrænar furur og bjarkarunnar.
Risu þeir upp á afturfótum,
ef við fótatak nefndra kinda
bærðist lyng eða lauf á anga;
iöngum höfðu þeir af þeim veðrið.
Nær þeir bráðina hugðust hremma
hvoftar opnuðust, skinu tennur,
klærnar spruttu út úr loðnum leistum,
lengdust fram, er þeir tóku stökkið.
Langt og vítt, þegar leið á sumar,
ieituðu þeir inn um skóg að höllu
tré, sem hafði’ upp með rótum rifnað,
reist upp svörðinn, svo holt varð undir.
Þangað komu þeir heim að hausti
hárprúðir, svartir, með gulbleik ti'ýnin,
gljáandi, þvalan þykkan feldinn,
þverhandar spik á hvorri siðu.
Skemmtana minna skógarbirnir
skríða nú undir rætur trésins,
setjast þar að og sjúga hramminn,
sofandi út minn lífsins vetur.
Bregðist mér von um að vori í tima,
vakna munu þeir aldrei framar;