Skírnir - 01.01.1946, Page 96
94
Richard Beck
Skírnir
hafa þó einir sig erft og jarðað,
á sér sjálfum í hel sig lifað.
Afburða snjöll er lýsingin á björnunum sjálfum, og að
sama skapi raunsönn, en allt ber lcvæðið, að því er ytra
borð þess snertir, glöggt vitni þess, hve gagnkunnugur
Guttormur er háttum skógarbjarna, og er þar auðsæ hin
skarpa athyglisgáfa hans.
Sú hliðin á skáldgáfu hans, samanofin innsæi hans og
hugmyndagnótt, lýsir sér ágætlega í náttúrulýsingum
hans, sem margar hverjar eru bæði frumlegar og tilkomu-
miklar að sama skapi, ekki sízt að skáldlegum samlíking-
um. Mætti telja upp heilan sæg kvæða hans því til sönn-
unar. Ágæt dæmi þess eru kvæðin „Flóttinn", „Haust-
söngur“, „Desemberkvöld“ og „Vetrarkvöld“, eins og sjá
má ótvírætt af upphafserindi hins næst-síðastnefnda og
lokaerindi hins síðasttalda:
Næðir um himinsins norðurdyr
nepjan hristandi skógarkylfur,
fönnin öll verður fjúkandi silfur,
fellur, liggur sem hella kyr.
Tunglið kveikir upp kaldan hyr,
kyndir, lætur ei neista dvína,
tekur hvert snjókorn að tindra og skína,
nú hefur fegurðin fengið byr.
í norðri er sál mín á flugi og’ ferð,
hún fær sér úr ísglösum tunglsljóssins veigar,
með dýrðar og heiðríkju hátíðarverð
hún hunang úr frostrósum teygar;
hún kannast við vordögg í klakanum blám,
hún kennir í hillingu fallandi strauminn
og vatnsstrengjagaldurinn —■ glauminn
í glæstum og leystum ám, —
þar dreymir mig vornætur drauminn.
Einhverja allra skáldlegustu og markvissustu náttúru-
lýsingu Guttorms, og ljóðræna að sama skapi, er að finna
í kvæðaflokknum „Á víð og dreif“ í síðustu kvæðabók