Skírnir - 01.01.1946, Page 97
Skírnir
Guttormur J. Guttormsson
95
hans, lýsinguna á Indíána-sumri, en svo (á enskunni „In-
dian summer“) nefnist vestan hafs góðviðriskafli, sem
löngum kemur á haustin, áður en vetur gengur í garð:
Indíána sumar er svanni
með svart og mikið hár,
koparlitt, æskuslétt andlit
og ylhýrar dökkar brár.
Hárið er skammdegis húmið
að hníg’a, nieð stjörnuglans,
hörundsliturinn haustleg
hálmbleikja akurlands.
Laufum, með regnbogalitum,
litum hins dýrasta rims,
skrýðist hin prúða, og prýðist
perlum daggar og hríms.
Svo kastar hún laufakjólnum
— kuldi fyrir’ dyrum er;
i kríthvíta ísbjarnar kápu
klæðir hún sig og fer.
I öðrum kvæðum hans fléttast náttúrulýsingin saman
við hið táknræna, „expressionistiska“ viðhorf hans, svo að
árangurinn verður meistaralega samræmd mynd eins og
í kvæðinu „Á bakkanum“. En allar bera náttúrulýsingar
Guttorms, í sviphreinleik sínum og snjöllum samlíking-
um, vitni djúpstæðri fegurðarást hans og næmu auga
hans fyrir fegurð hinnar ytri náttúru, svipbrigðum henn-
ar eftir árstíðum og veðurfari, enda hefur hann háð lífs-
baráttu sína í návígi við breytileg náttúruöflin mestan
hluta ævinnar.
Margt er einnig vel um tækifæriskvæði hans, einkum
sverja þau sig í ætt um frumlegt orðalag, samlíkingar og
spakyrði. Gott dæmi þess er eftirfarandi erindi úr kvæð-
inu til séra Ragnars E. Kvarans og frúar hans í tilefni af
heimför þeirra til íslands, og jafnframt er skoðun skálds-
ius á lífi og listum þar ljósu letri skráð: