Skírnir - 01.01.1946, Page 98
96
Richard Beck
Skírnir
— Ef andans aðalsmerki
er ekki á mannsins verki,
það fellur eða fer.
Er maður að því meiri,
sem minna er úr leiri
og' meiri andinn er.
En mesta vaxtarmerki
á mannsins bezta verki
er sjón í sálargeim,
vor hugur hennar glugg:
—• allt hlutrænt bara skuggi
af andans háa heim.
Hreimmikið og glæsilegt er kvæðið, sem Guttormur
flutti Tweedsmuir lávarði, landstjóra í Canada, er hann
heimsótti landnám Islendinga að Gimli fyrir nokkrum
árum síðan, og ekki er neinn hversdagsbragur á ljóðlín-
um sem þessum úr afmælisvísunum til séra Rögnvalds
Péturssonar á sextugsafmæli hans:
— Ef undan maður hörfar, hætt er við,
að hjartað næði kuldinn inn um bakið.
Guttormi lætur því auðsjáanlega vel að yrkja um alvar-
leg efni; jafnframt er hann snjallt kýmniskáld, en nær sér
þó löngum bezt niðri í ádeilukvæðum sínum. Hvers konar
óheilindi í lífi manna og lunderni eiga ekki upp á pallborð-
ið hjá honum, og liðhlaupanum í þjóðernismálum segir
hann til syndanna, enda er það ofur skiljanlegt um jafn-
sannan íslending og hann er og glöggskyggnan á andleg
verðmæti. Tíðum er þó ádeila hans þjóðfélagslegs eðlis,
honum rennur til rifja misréttið í mannlegu félagi; sam-
úð hans með lítilmagnanum, olnbogabörnum þjóðfélagsins,
er hér með öðrum orðum heitur og sterkur undirstraum-
ur, enda er grunnt á alvörunni í slíkum kvæðum hans, og
er það segin saga um veruleg ádeiluskáld; eldur mann-
ástar og umbótahugar kyndir undir. Hins er ekki að dylj-
ast, að oft eru skeytin í kvæðum þessum næsta bitur, en
jafn-oft hitta þau ágætlega í mark.
Af lengri og meiriháttar ádeilukvæðum hans má ijefna