Skírnir - 01.01.1946, Side 99
Skírnir
Guttormur J. Guttormsson
97
„Bölvun lögmálsins“, á yfirborðinu gamankvæði um þá
bræður Esaú og Jakob, en þegar dýpra er skyggnzt óvæg
og markviss ádeila á gróðabrallsmennina, sem auðgast á
svita og striti bændanna; og ,,Vatnið“, slétt og fagurt til
að sjá, en dylur sér í djúpi hatrama baráttu milli smáfisk-
anna og geddunnar, sem gleypir þá í hrönnum. Þetta kvæði
er einnig glöggt dæmi þess, hve táknræn ádeilukvæði Gutt-
orms eru, og gætir þess þó ennþá ákveðnar í sumum nýrri
kvæðum hans í þeim anda, en í þeim flokki eru „Dansinn
í Hruna“, dulröm lýsing og mergjuð, og „Gullkálfurinn“,
sérstaklega snjöll ádeila, þar sem leikandi glettni og beisk
háðnepja haldast ágætlega í hendur.
Eigi er kaldhæðnin ómarkvissari í sumum lausavísum
Guttorms, t. d. í vísunum „Gáfnamerki“ og ,,Missmíði“:
Gáfnamerki gott: að þeg-ja,
glotta að því, sem aðrir segja,
hafa spekingssvip á sér;
aldrei viðtals virða neina,
virðast hug’sa margt, en leyna
því, sem raunar ekkert er.
Að reyndi Guð að gera úr honum mann,
það getur ekki dulizt þeim, sem skoða ’hann;
af leirnum hefur lagt til nóg í hann,
en liklega ekki gengið vel að hnoða’ hann.
En hvorki væri kýmnigáfu skáldsins rétt lýst né til
nokkurrar hlítar, ef sæist yfir að geta þess, að honum
liggur einnig græskulaust gaman létt á tungu, og eru eftir-
greindar vísur, „Hvað ungur nemur sér gamall temur“ og
,,Trú á sigur hins góða“, úr síðustu kvæðabók hans, næg
sönnun þess, og sýna jafnframt leikni hans í sniðugum
orðaleikjum:
Það, sem ungum lærist, í elli verður tamt,
orðshátt þann ég vel, því sannan tel hann, —
þeir, sem voru á brjósti, að hrundum hyllast jafnt,
hinir eru gefnir fyrir pelann.