Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 100
98
Richard Beck
Skírnir
Komir þú í hús þar sem kaffi er ekki á borðum,
kunnirðu ekki vel við að biðja um það með orðum,
stattu þá hjá frúnni um stund án þess að tala,
strjúktu á henni bakið og’ þá fer hún að mala.
Lausavísur Guttorms í heild sinni, og hann hefur ort
margt þeirra, eru sérstakur og harla athyglisverður þátt-
ur í skáldskap hans, eigi sízt hinar snjöllu ferskeytlur
hans undir dýrum háttum um ýms fyrirbrigði í ríki nátt-
úrunnar. Er það frekari vottur um rímfimi hans, hversu
létt hann leikur sér að slíkum bragarháttum, en ennþá
dýrkveðnari eru þó sumir þeir hættir, sem hann heíur
sjálfur fundið upp, léttstígir og leikandi, svo sem í hinu
fagra kvæði „Ljósálfar“. Mikillar fjölbreytni gætir ann-
ars í bragarháttum hans. Hann yrkir annars vegar undir
harðsnúnum íslenzkum háttum, hrynhendur og dróttkvætt,
hringhendur og sléttubönd, og þungstíga hexametra, en
hins vegar undir léttum háttum og mjúkstígum, svo að
segja má, að kvæðin syngi sig sjálf.
Jafnmikil er tilbreytnin í málfari skáldsins, þar mæt-
ist einnig gamalt og nýtt; sést þar gleggst, hversu djúpt
hann hefur drukkið af lindum íslenzkra fræða, sögu og
skáldskapar, þó að hann hafi einnig nærzt við brjóst
enskra og annara erlendra bókmennta, en hitt er þó að-
dáunarverðast, hversu mál hans er íslenzkt, kjarnmikið
og fjölskrúðugt. En um afstöðu hans til íslands og ís-
lenzkra menningarerfða, grundvallaratriði í skáldskap
hans og sérstaklega eftirtektarverða hlið á allri bók-
menntastarfsemi hans, er ástæða til að fjölyrða nokkuru
f rekar.
Dr. Guðmundi Finnbogasyni geigar ekki ör frá marki,
þegar hann segir um Guttorm í inngangskaflanum að safn-
ritinu Vestan um haf (1930): „Hann er Canadamaður og
Islendingur í senn, og þó í heilbrigðu jafnvægi.“ Hann
sameinar þetta tvennt á hinn fágætasta og eftirminnileg-
asta hátt. I skáldskap hans renna straumarnir frá hinu
landfræðilega og menningarlega umhverfi hans í Canada