Skírnir - 01.01.1946, Side 101
Skírnir
Guttormur J. Guttormsson
99
og áhrifin frá íslenzkum bókmenntum og menningarerfð-
um saman á mjög merkilegan hátt. Yrkisefni hans eru
ósjaldan ramm-canadisk, gripin beint úr daglega lífinu
umhverfis hann, t. d. í kvæðunum ,,Býflugnaræktin“,
„Indíána hátíðin", „Birnirnir“, o. fl., en þau eru færð í
frábærlega íslenzkan málbúning, bæði um bragarhætti og
orðalag, þó að skáldið fari oft eigin götur í þeim efnum,
smíði algerlega nýja ljóðahætti og noti orðin í óvenjuleg-
um samböndum til þess að túlka nýjar hugsanir.
Hann skiptir einnig drengilega Ijósi og skugga milli
fæðingarlands síns, Canada, og ættarlandsins, fslands, í
kvæðum sínum, hefur hyllt bæði í einlægum og fögrum
lofgerðarljóðum. Og eigi kulnaði sú heita glóð ræktarsemi,
sem skáldið ber í brjósti til ættjarðarinnar, við að kynn-
ast henni og átthögum sínum í söguríkri heimsókninni
þangað, enda var honum að verðleikum fagnað þar með
ágætum og varð þar vinsæll mjög. ,,Allt hefur komið mér
betur fyrir sjónir heldur en mig dreymdi um,“ sagði hann
í blaðaviðtali að skilnaði. Og sú aukna aðdáun á landi og
þjóð hefur fagurlega fundið sér framrás í íslandskvæð-
um hans síðan. Á strengi djúpstæðrar ræktarsemi og
þakkarhuga er slegið í kvæðinu „Landa milli“, sem höf-
undur flutti á íslendingadeginum að Hnausum í Nýja ís-
landi, 16. júní í fyrra, en þar lýsir það sér einnig kröftug-
lega, hve afburðavel hann sameinar það að vera hvort
tveggja í senn, ágætur Canadamaður og rammur íslend-
ingur:
Það er seimur, sem er hnoss,
svona í geimi þöndum,
blessað heima-aíhvarf oss
eiga í tveimur löndum.
Okkur gæðum miðia mild,
mörgum þræði í sögur,
líkt og mæður, löndin skyid,
lofsverð, bæði fögur.
Oss í villum aldrei sást
yfir snilli beggja.