Skírnir - 01.01.1946, Side 102
100
Richard Beck
Skirnir
Skal því hylli, skyldu og' ást
skipt á milli tveggja.
En áður hafði skáldið í kvæðinu „íslendingafljót“ túlk-
að á snilldarlegan og skáldlegan hátt samband íslendinga
austan hafs og vestan; bjarkirnar sitt hvorum megin við
fljótið eru honum táknmynd þess bróðurlega handtaks,
sem hann, og aðrir þjóðræknir menn vestan hafs og aust-
an, vilja, að brúi hafið milli þjóðarbrotsins vestan hafs og
stofnþjóðarinnar heima fyrir. í kvæðislok ber skáldið
fram þessa faguryrtu ósk:
Bakka sína bjarkir þessar prýði,
bol þeirra’ enginn telgi í nýja smíði,
enginn særi rót né raski g-runni,
renni að þeim vatn úr lifsins brunni.
Andi þeirra ilmi loftið blandi,
áfram renni fljót, en bakkar standi,
‘sterkar greinar haldist fast í hendur,
handabandi saman tengi strendur!
I kaflanum úr bréfum Guttorms, til prófessors Kirk-
connells, sem fyrr er vitnað til, lét skáldið þess getið, að
norræni andinn í íslenzkum bókmenntum hefði heillað hug
sinn mest, með öðrum orðum, karlmennskan og þróttur-
inn. Og það er í fullu samræmi við skapgerð sjálfs hans,
eins og hún lýsir sér í kvæðum hans; yfir þeim er blær
norrænnar hreystilundar, þau eru með öllu laus við víl og
sjálfsaumkun, enda þótt fjarri fari, að ævi skáldsins hafi
verið rósum stráður vegur. Hann hefur eigi aðeins borið
gæfu til þess að láta örðugleikana ekki smækka sig, held-
ur hefur hann tekið þá þeim glímutökum, að þeir hafa
orðið honum vængir til flugs á andlegri þroskabraut hans.
En Guttormur er eigi aðeins frumlegt og þróttmikið
ljóðskáld. Hann er einnig sérkennilegt og merkilegt leik-
ritaskáld. Leikrit hans eru þrungin að spaklegri hugsun,
táknræn og dulræn að blæ. Er það hreint ekki orðum auk-
ið, að þau séu „merkilegt fyrirbrigði í íslenzkum bók-
menntum", eins og Lárus Sigurbjörnsson segir um þau í