Skírnir - 01.01.1946, Page 104
Björn Þórðarson
Eiríks saga rauða
\fljar athuganir.
Það ber stundum við, er maður les eina íslendinga
sögu, að hugurinn hvarfli til annarar, en það er með nokkr-
um ólíkindum, að manni geti komið í hug hin svonefnda
Eiríks saga rauða við lestur Þorgils sögu skarða. Þetta
henti mig þó litlu eftir, að ég hafði ritað grein, er birtist
í Skírni 1939, með sömu fyrirsögn og að ofan — nema
hér er orðið „nýjar“ sett í stað „nokkrar“ þar — og við
nánari athugun þóttist ég finna skyldleika milli höfunda
þessara rita. Nú í sumar, 1946, fékk ég í hendur doktors-
rit Svens Janssons um skinnhandrit Eiríks sögu rauða,1)
þar sem hann rökstyður svo rækilega sem á verður kosið,
að hið yngra handrit, AM 557, geymi upprunalegri texta,
nær frumritinu, en hið eldra handrit, Hauksbók, AM 544.
Þessi niðurstaða styrkir stórum skoðun þá, sem hér verð-
ur gerð grein fyrir, um náinn skyldleika höfunda nefndra
rita. Þegar vitnað verður til Eir. s. r. hér á eftir, er því
fylgt texta 557 eins og Jansson hefur tekið hann upp í rit
sitt, nema annars sé getið. Þegar vitnað verður í Þorgils
sögu skarða, er vísað til kapítula Sturlungu samkvæmt út-
gáfu Guðbrands Vigfússonar. Tala í svigum á eftir til-
vitnun í Eir. s. r. er tala málsgreinar í útgáfu Janssons.
Er þá að snúa sér að efninu.
I.
Við lestur Þorgils sögu kom mér fyrst og fremst í hug
þessi setning í 2. kap. Eir. s. r.:
1) Sven B. F. Jansson: Sagorna om Vinland. I. Handskrifterna
till Erik den rödes saga. Lund, 1944.