Skírnir - 01.01.1946, Side 105
Skírnir
Eiríks sag'a rauða
103
„Kvezt Eiríkr þeim skyldu verða at þvílíku trausti,
sem hann mætti sér við koma, ef þeir kynni hans at
þurfa,“ (40.)
Nú verða hér á eftir teknar upp nokkrar setningar úr
Þorgils sögu til samanburðar.
222. kap.: „kom Þórðr Sighvatsson, ok mæltusk þeir
Þorgils við. Hét Þórðr honum sínu trausti, nær sem
hann kynni þurfa.“
230. kap.: „Hét Heinrekr biskup konungi ok öllum þeim
sínu trausti.“
238. kap.: „Biskup mælti, at allir þeir menn, sem at
nökkuru vilja hafa mín orð, verði Þorgilsi at trausti,
ef hann þarf nökkurs við.“
272. kap.: „Ásbjörn hét slíkum hlutum ok styrk, sem
hann beiddi, ok hann mætti sér við koma.“
281. kap.: „Segir Böðvarr, at hann mundi verja Þorleif
bróður sinn, þótt hann væri þangat heim sóttr, ef
hann mætti því við koma.“
282. kap.: „Þorgils hét Agli trausti sínu, hvar sem hann
kæmi því við.“
283. kap.: „sótti Þorvarðr þá enn um liðveizlu við Þor-
gils með framboðnum fégjöfum ok öllum þeim sæmd-
um, sem hann mætti honum veita, ok leggja líf sitt
við hans nauðsyn, ef hann kynni þess at þurfa,“
299. kap.: „Hétu þeir nú Þorgilsi fullkomlega sínu
trausti, hvers sem hann þyrfti við.“
310. kap.: „Beiddi hann Þorgils þar til fulltings, ef
hann kynni at þurfa. Hét Þorgils at eiga þar at góð-
an hlut, ef hann mætti sér við koma.“
Það verður nú ekki betur séð en að hinar einkenndu
setningar úr Þorgils sögu megi telja til stíleinkennis höf-
undar, þegar rætt er um sams konar efni. Þetta stílein-
kenni birtist nú í fullri mynd einnig í Eir. s. r. í áður til-
vitnaðri grein, sem höfundur hennar skýtur inn í kafla,
sem annars er tekinn úr Landnámu. Reyndar má vera, að
þetta orðalag sé ekki alveg sérstakt fyrir þessi rit, því að
svipað orðalag kemur einnig að nokkru fyrir í 166. kap.