Skírnir - 01.01.1946, Page 106
104
Björn Þórðarson
Skírnir
Stuii. (Þórðar sögu kakala). Þar segir: „Sturla kvaðsk
vilja vera honum at liði eftir því sem hann mætti sér við
koma.“
En það eru önnur einkenni stíls, sem Eir. s. r. og Þor-
gils saga hafa einnig sameiginlega:
Eir. s. r. 3. kap.: „Þorbjörn er skapstór ok þó metnaðar-
maður mikill.“ (73.)
5. kap.: „hann var . . . údæll í skapi, hljóðlyndr, fámál-
ugr hversdaglega, undirförull ok þó atmælasamr.“
(273.)
Þessi málsgrein er stytt í 544 og orðið „þó“ ekki notað.
Sturlunga, 233. kap.: „Þorgils sendi Berg ofan til
Brekku at fala slátrfé at þeim bræðrum, Ólafi ok
Þórhalli; feksk þar ekki af; gatsk Bergi þó lítt at
svörum þeirra.“
281. kap.: „Þorgils varaði við því alla menn mest at
gera Böðvari nökkut grand ok sonum hans eða
nökkrum hans varnaði, sakir mágsemdar ok þó vin-
áttu.“
306. kap.: „Um sumarit eftir tók Þorgils við búi á Mikla-
bæ í Blönduhlíð, því at honum þótti þat land styrk-
ara undir bú at heyföngum, en þó bær mikill.“
Samkvæmt orðabókum þeirra Guðbrands Vigfússonar
og Fritzners virðist orðið „þó“ í þeirri merkingu, sem
það er hér notað, vera mjög sjaldgæft í íslendingasögum,
en þó er vitnað um það í Vatnsdælu. Virðist það helzt not-
að í klerklegum bókmenntum.
Eir. s. r. 4. kap.: „svá mætti verða at þú yrðir mönnum
at liði hér um, en þú værir þá kona ekki verri en áðr.“
(129.)
Er hér fylgt texta 544, því að sýnilegt er, að 557 hefur
sleppt að minnsta kosti orðinu „ekki“, og verður meining-
in þá lokleysa.
Sturlunga 247. kap.: „En legg ekki hug á þat, Vestarr,
at ek vilja nökkura þá hluti eiga við konu þína, at
hon sé þá verri kona en áðr.“
Eir. s. r. 4. kap.: „en við Þorkel met ek at fá þá hluti