Skírnir - 01.01.1946, Page 107
Skírnir
Eiríks saga rauða
105
hér til er þarf.“ Þannig- er setningin í 557. En í 544
hljóðar hún þannig: „en við Þorkel mun ek metct at
fá þá hluti til er hafa þarf.“ (130.)
Sturlunga, 232. kap. Á fundinum undir Höfðahólum
lýkur Ólafur Þórðarson máli sínu með þessum orð-
um: „en flestir munu hér meta svör við Þorleif.“
Báðar fyrr nefndar orðabækur vitna um þennan tals-
hátt í sama stað í Sturlungu. Ennfremur í Eyrbyggju:
„Met þú við mik rekkjubúnaðinn,“ og Guðbrandur Vig-
fússon vísar til áður nefnds staðar í Þorf. s. karlsefnis.
Svo er að sjá sem talshátturinn sé sjaldgæfur.
Þá skal hér nefnt orðið „rausnarráð“ í 3. kap. Eir. s. r.
(54) og 243. kap. Sturlungu. Orðið er mjög fágætt. Guð-
brandur Vigfússon vísar til Þorf. s. karlsefnis einnar, en
í Fritzner er orðið ekki sérstætt, en undir „ráð“ og vitn-
að til sömu sögu. En nú er sá hængur á, að orðið er notað
aðeins í 544, en 557 hefur þess í stað „rausnarbú“. En
þegar litið er á vitnisburð fræðimanna um ónákvæmni og
misskilning skrifara þessa handrits, má eins vel ætla, að
skrifari Hauksbókar hafi hér lesið réttara heimildina en
skrifari 557.
Þótt dæmi þau, sem hér hafa verið nefnd um sama orða-
val í þessum ritum, séu fá, þá sýna þau þó, að höfundun-
um hefur verið það sameiginlegt að nota sömu orðtök,
þegar eins stóð á. Náin rannsókn kynni að geta sýnt þetta
betur. Þá má og geta þess, að Björn M. Ólsen sagði um
Þorgils sögu, að þar bregði fyrir „einkennilegum og óvana-
legum“ orðum. Slíkt hið sama má segja um Eir. s. r„ og
skulu hér nefnd orðin „varðlokr“, „árangr“ í merking-
unni tíðarfar og „bjafal“ eða „kjafal“.
II.
Það er aðeins á þröngu sviði, að samanburði á þessum
ritum að öðru leyti verður komið við þannig, að benda
megi á ótvíræðan, sérstakan skyldleika höfundanna. Höf-
uðfrásagnarefni hvors ritsins um sig eru svo ólík í eðli
sínu. Annað er tiltölulega nákvæmt og langt og segir frá