Skírnir - 01.01.1946, Page 108
T06
Björn Þórðarson
Sltírnir
valdastreitu höfðingja um mannaforráð, með þar af leið-
andi illverkum, ofstopa, ránum, vígaferlum, orustum og
loks sáttagerðum. Hitt ritið er stutt, og aðalfrásagnar-
efnin eru úthafsferðir, landaleitan, landafundir og ný-
byggðatilraunir. En báðar sögurnar hafa það að sjálf-
:SÖgðu sameiginlegt, að þar er að finna aukaatriði, meira
og minna mikilvæg, miðað við aðalefnið, og ennfremur
krydda höfundarnir frásögn sína með lýsingum á við-
burðum, sem eiga sér stað í sambandi við meginviðburð-
ina eða óháð þeim. Nú skulu greindir nokkrir þess konar
viðburða í báðum sögunum, sem heimfæra má undir það,
er sagt var.
1. í Þorgils sögu (Sturl. II. bls. 243) segir frá sóttinni
miklu í Miðfirði, er kom upp um haust og varaði fram yfir
páska næsta ár. Féllu þá um 400 manna. Aftur segir frá
sóttinni í 318. kap., og því bætt við, að veðrátta hafi verið
svo ill, að menn vissu ekki dæmi, að vor væri jafnhart.
Þetta var veturinn 1257-58.
Eir. s. r. segir þrisvar sinnum frá sóttum. Þegar Þor-
björn Vífilsson fór úr landi, kom sótt upp á skipi hans.
Önduðust úr sótt þessari fósturforeldrar Guðríðar og helm-
ingur áhafnar skipsins. Er komið var á Herjólfsnes, var
hallæri mikið í Grænlandi. Var Þorbjörg lítilvölva því
fengin til spásagnar. Hún sagði, að hallærið og harðindin
mundu linna með vorinu, og sóttarfar það, sem lengi hafði
legið, mundi batna von bráðara. — Þegar þau Þorsteinn
og Guðríður komu í Lýsufjörð, kom þar sótt upp, er lítið
var af vetri. Varð þess skammt að bíða, að hver tók sótt
.af öðrum, og andaðist Þorsteinn síðast.
2. Því er lýst bæði oft og nákvæmlega í Þorgils sögu,
hve Þorgilsi veittist örðugt að halda uppi þeirri rausn og
stórmennsku, sem metnaður hans og höfðingdómur út-
heimti. Er þetta á einum stað orðað þannig: „Varð brátt
kostnaðr mikill, því at þar var áðr fjölmennt, en margt
Lom við; var þá ok mikil atsókn, en engum af hrundit“