Skírnir - 01.01.1946, Side 109
Skírnir
Eiríks saga rauða
107
(232. k. Sturl.). Var þá leitað fanga með ýmsum hætti, en
svo lauk jafnan, að megandi menn gáfu Þorgilsi stórar
matgjafir og annað. Hér skal aðeins getið, er Haukur á
Álftanesi gaf Þorgilsi auk matar og gripa tvö sáld malts
og sáld korns (233. k. Sturl.), og gjafa Þorleifs í Görðum,
sem einnig, auk matar og gripa, gaf Þorgilsi tvö sáld malts
(306. k. Sturl.).
I Eir. s. r. rekur að hinu sama um höfðingjann í Bratta-
hlíð. Eiríkur sýndi höfðingsskap og stórmennsku, er hann
Þauð Karlsefni og öllum hans mönnum, tveimur skipshöfn-
um, til veturvistar. En er leið að jólum, þoldi bú Eiríks
ekki rausn hans. Gaf Karlsefni honum þá malt, mjöl og
korn og bað Eirík að hafa af slíkt, sem hann vildi, og gera
veizlu slíka, sem stórmennsku hans hæfði. (260.)
3. Höfundi Þorgils sögu er tamt að skýra frá veður-
íari, góðu og illu, og lýsir ósjaldan, hvernig menn voru á
■sig komnir, er þeir á ferðalagi höfðu hreppt illviðri og
ófærð. Skulu hér nefnd tvö dæmi. Er þeir Hrafn og Sturla
urðu að hætta við aðförina að Gizuri Þorvaldssyni og snúa
aftur eftir „barviðri ok regn mikit, ok it mesta illviðri
með áköfum stormi“, lýsir sögumaður liðinu á þessa leið:
„váru menn þá margir mjök þrekaðir, svá at til einkis
váru færir, ok barg hverr þeira öðrum, þeira sem betr
máttu. Slöðruðu þeir þá vestr af heiðinni, svá at menn
heldu lífi, en urðu sem vesölstir“ (239. k. Sturl.). Við
þessa lýsingu má gera þá athugasemd, að í henni er dá-
lítill kersknitónn, því að hér ræðir um hrakning andstæð-
inga. Um för Þórðar Hítnesings til fundar við Þorgils, er
þá dvaldist í Skálholti, segir: „ok er þeir kómu suðr á
heiði, tók at drífa, ok fell snjór svá mikill, at hestarnir
máttu eigi vaða. Treystusk þeir eigi at ríða Lyngdalsheiði
ok sneru til Gjábakka ok kómu mjök þrekaðir til Brúa um
kveldit“ (243. k. Sturl.).
I Eir. s. r. ræðir ekki um ferðalög á landi, en höfundur
hennar lýsir aftur á móti volki í sjóferðum og hvernig
menn voru til reika, er þeir náðu landi. I Grænlandsför