Skírnir - 01.01.1946, Page 111
Skírnir
Eiríks sag’a rauða
109
Herjólfsnesi fyrir Þorbjörgu lítilvölvu, og skulu þær nú
taldar:
„Nökkuru síðar hafði Þorbjörn haustboð, sem hann átti
vanda til, því at hann var stórmenni mikit.“ (77.)
„Enn at vári hafði Þorbjörn vinaboð, ok var veizla góð
búin, ok kom þar margt manna, ok var veizlan hin bezta.“
(85.)
„Þorsteinn gekk at eiga Guðríði, ok var brúðkaupit í
Brattahlíð um haustit. Fór sú veizla vel fram ok var mjök
fjölmenn.“ (208.)
„Var þá búit til jólaveizlu ok varð hon svá sköruleg, at
menn þóttust trautt slíka rausnarveizlu sét hafa.“ (261.)
Eftir jólin er haldið brúðkaup þeirra Karlsefnis og Guð-
ríðar „ok var þá veizla aukin“. (264.) Er næst að skilja
þetta svo, að ekkert lát hafi verið á veizluhöldunum frá
því er jólin hófust.
Um drykkjur er ekki getið 1 Eir. s. r. af góðum og gild-
um ástæðum, en maltið mun þó hafa átt að búa til drykkjar.
5. 1 Þorgils sögu segir frá því á nokkrum stöðum,
hvernig heimilishættir voru þar sem Þorgils dvaldist.
Hjá Brynjólfi að Hvoli í Sogni „vóru híbýli góð og
mannmargt, löngum drykkjur miklar ok glaðværi“ (222.
k. Sturl.).
Á Ilólum „liðu nú jólin fram til ins tólfta dags með
mikilli gleði ok skemmtan“ (240. k. Sturl.).
Er Þorgils hafði sett bú í Viðvík, fór þessu fram: „I Við-
vík var gleði mikil ok gott at vera, leikar ok fjölmenni
mikit.“ Þar var og „danz mikill“ (295. k. Sturh).
Þegar Þorgils hafði farið búi sínu í Ás í Hegranesi,
„fór hann at veizlum um vetrinn um allt herað“. „Var nú
í heraði gleði mikil“ (301. k. Sturh).
En á Hrafnagili, síðasta kvöld lífs Þorgils, var honum
„kostr á boðinn, hvat til gamans skyldi hafa, sögur eða
danz“ (313. k. Sturh).
Höfundur Eir. s. r. lýsir lífi og háttum í Brattahlíð.