Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 112
110
Björn Þórðarson
Skírnir
þegar hinn ungi garpur og höfðingi úr Skagafirði dvelst
þar um veturinn með konu sinni, á þessa leið:
„Gleði mikil var í Brattahlíð um vetrinn." (265.)
„Þar váru mjök töfl uppi höfð ok sagnaskemmtan ok
margt þat, er til híbýlabótar mátti vera.“ (267.)
Þess er ekki getið, að danz hafi verið iðkaður í Bratta-
hlíð, og mun höfundurinn hafa vitað, að sú íþrótt hefur
ekki farið að tíðkast hér norður frá fyrr en síðar. Hins
vegar eru í Brattahlíð töfl höfð uppi, en þeirra er ekki
getið í hinum áður tilvitnuðu stöðum í Þorgils sögu, en
aftur á móti er þess getið fyrr í sögunni (221. k.), að Þor-
gils iðkaði þessa íþrótt á yngri árum, þegar hann var í
gisling hjá Gizuri Þorvaldssyni.
Hér skal bent á það sérstaklega, að Haukur lögmaður
hefur ekki hirt um að rita upp frásögnina um gleði og
skemmtan í Brattahlíð, og má af því ráða, að Þorgils saga
mundi hafa orðið mun styttri, ef Haukur hefði farið um
hana höndum og afritað hana.
III.
Þau atriði, sem- getið var hér á undan, sýna það nokk-
urn veginn greinilega, hver þau hugðarefni eru, sem höf-
undarnir leggja sig fram um að skýra frá til fyllingar
aðalsöguefninu, þegar þeir, ef svo má að orði komast,
létta sér upp frá skyldustörfunum um lýsing meginvið-
burðarásarinnar. Og eigi verður betur séð en að frásögn
og orðaval í lýsingum þessum komi í einn stað niður hjá
báðum höfundum.
Þetta gefur tilefni til að athuga, hvort ytri aðstæður og
gögn séu fyrir hendi, sem leiða kunna til sömu niðurstöðu.
Auk sinnar eigin andans gáfu hefur höfundur Eir. s. r.
haft þessi gögn að styðjast við, er hann setti söguna sam-
an: Heimildir komnar frá niðjum Karlsefnis, ritaðar eða
óritaðar, Landnámurit Sturlu Þórðarsonar og staðþekk-
ingu á sunnanverðu Snæfellsnesi. Allir fræðimenn, er rit-