Skírnir - 01.01.1946, Page 113
Skírnir
Eiríks saga rauða
111
að hafa um Eir. s. r., og þeir eru næsta margir, telja höf-
und hennar hafa verið klerklærðan mann.
Meginhluti Þorgils sögu mun vera ritaður um 1260 eða
á sjöunda tug aldarinnar. Björn M. Ólsen telur þó, að sag-
an sé rituð síðar eða á árunum 1275-1284. Rök hans fyrir
þessu eru fá og ótraust. Þá heldur B. M. Ó. því fram og
leiðir að því mörg rök, að mágur Þorgils, Þórður Hítnes-
ingur, sem ekki var klerkur, sé aðalheimildarmaður sög-
unnar og hafi ritað hana. Þótt Þórður kunni að eiga mest-
an hlut í sögunni, þá verður ekki hjá því komizt að líta
svo á, að í nokkrum greinum þessarar sögu lýsi sér svo
klerklegur andi og klerklegt málfar, að þar hljóti þess
konar maður að hafa stýrt penna, og má hér benda á lýs-
inguna á sárum og líkama Þorgils látins og greftrun hans
(315. k. Sturl.). Ekkert, sem frá Þórði segir í sögunni,
bendir til þess, að hann hafi verið gæddur fyrr nefndum
klerklegum gáfum. Það ber einmitt engu minna á kirkju-
legu hugarfari í Þorgils sögu en í Eir. s. r., svo að fyrir
þá sök er ekki neitt til fyrirstöðu andlegum skyldleika
höfundanna.
Þessu næst kemur til greina í þessu máli það mikilvæga
atriði, að aldrei á 13. öld voru, svo sannað verði, jafnörar
samgöngur og jafnmiklir samfundir milli fyrirmanna úr
Skagafirði og af Snæfellsnesi, sem laust eftir miðja öld-
ina, þegar Þorgils skarði var að leita eftir forræði í Skaga-
firði og ná því, og næstu ár. Á þessum tíma komust á náin
kynni milli fremstu þálifandi niðja Karlsefnis, þar með
talinn Brandur ábóti, og lærðra manna á Snæfellsnesi, og
er hér með talinn Sturla Þórðarson, sem um skeið bjó í
Hítardal.
Af Snæfellingunum ber í þessu sambandi að nefna, auk
Þórðar Hítnesings, Gunnlaug prest Hallfreðarson, sem
var svili Þórðar, tengdasonur Böðvars að Stað á Öldu-
hrygg, föður Þorgils. Vegna þessa göfuga kvonfangs
Gunnlaugs prests má gera ráð fyrir, að hann hafi verið
mikils háttar maður á eina eða aðra lund. í Þorgils sögu
(239. k. Sturl.) er ennfremur sönnun fyrir því, að hann